Enski boltinn

Pochettino hringdi í Coutinho og reyndi að sannfæra hann um að koma til Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coutinho er væntanlega á förum frá Barcelona.
Coutinho er væntanlega á förum frá Barcelona. vísir/getty
Flest bendir til þess að vængmaðurinn knái, Philippe Coutinho, verði lánaður til Tottenham á næstu leiktíð ef marka má heimildir Sky Sports fréttastofunnar.

Brasilíumaðurinn er væntanlega á leið burt frá Barcelona og hefur verið orðað við nokkur félög í sumar, þar á meðal Tottenham, Liverpool og Manchester United.







Coutinho spilaði undir stjórn stjóra Tottenham, Mauricio Pochettino, er þeir voru saman hjá Espanyol en þá skoraði hann fimm mörk í sextán leikjum.

Börsungar eru með 80 milljóna punda verðmiða á Coutinho og það eru fáir tilbúnir að borga þann verðmiða sem gerir það að verkum að líklegt er að Coutinho fari á láni.

Sky greinir frá því að Pochettino hafi slegið á þráðinn til Coutinho og reynt að sannfæra hann um að koma til félagsins en félagaskiptaglugginn á Englandi lokar á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×