Fótbolti

Sverrir og félagar gerðu jafntefli við Ajax í fyrri leiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekknum er PAOK gerði 2-2 jafntefli við Ajax í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Leikurinn er liður í 3. umferð forkeppninnar en Ajax fór alla leið í undanúrslitin í fyrra þar sem þeir duttu út á grátlegan hátt fyrir Tottenham.

Það byrjaði vel fyrir Ajax því strax á 10. mínútu skoraði Hakim Ziyech og kom þeim yfir. Fyrrum framherji Arsenal, Chuba Akpom, jafnaði þó metin á 32. mínútu.

Sjö mínútum síðar voru Grikkirnir komnir yfir er Leo Matos skoraði og þannig stóðu leikar þangað til á 57. mínútu er markamaskínan Klaas Jan Huntelaar fékk boltann í sig og inn. Lokatölur 2-2.

Liðin mætast aftur að viku liðinni en þá í Hollandi. Sigurvegarinn kemst áfram í umspilið um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið fer í umspil um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×