Fjárfesti ekki í vinnslu jarðefnaeldsneytis Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. ágúst 2019 07:00 Jänschwalde-raforkuverið í Þýskalandi brennir kolum og losar 25 milljónir tonna af CO2 árlega. Nordicphotos/Getty „Miðað við allar þessar fjárfestingar sem settar eru í leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis þá stefnir bara í óefni hvað loftslagsmálin varðar,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Alda í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna krefur íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör varðandi fjárfestingar þeirra í kolefnisvinnslu. Spurningar voru sendar til 45 aðila um miðjan júní og hafa nú borist 16 svör. „Við eigum ekki að vera að nota lífeyrissparnaðinn okkar í að grafa undan framtíð barnanna okkar. Það virkar frekar sérkennileg stefna. Þetta er ekkert umdeilt lengur hvernig staðan er í loftslagsmálum. Við bara horfum upp á það,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hörður segir aðstandendur verkefnisins vilja draga tvennt fram í dagsljósið. Annars vegar hvort fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum og fyrirtækjum sem tengist leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis og hins vegar hvort þau eigi fé bundið í slíkum aðilum. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og tengist hreyfingu sem kennir sig við slagorðið „Keep it in the ground“ sem vísar til að halda eigi jarðefnaeldsneytinu í jörðinni. Guðmundur kynntist þessum hugmyndum fyrir nokkrum árum þegar bandaríski rithöfundurinn og umhverfissinninn Bill McKibben kom til Íslands á vegum Landverndar. „Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og þessi umræða fengið aukið brautargengi. Við erum svona að nema land hér með þessa hugmynd sem hefur verið í gangi mjög víða um heim. Þess vegna snúum við okkur til þeirra sem við vitum að hafa úr miklu að spila hvað varðar fjárfestingar erlendis,“ segir Guðmundur. Hann segir suma aðila hafa verið fljóta til að svara og eigi það sérstaklega við minni lífeyrissjóði og tryggingafélög. „En það vantar ennþá svör frá stórum lífeyrissjóðum og öllum bönkunum. Eins finnst okkur sum svör ekki fullnægjandi og ekki hægt að lesa út úr því hvort aðilar eigi fjármagn bundið í svona fyrirtækjum.“ Margir sjóðir hafi þó sett sér einhvers konar stefnu en Guðmundur bendir á að það fari ekki endilega alltaf saman við framkvæmdina. Bensín og olía Lífeyrissjóðir Umhverfismál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
„Miðað við allar þessar fjárfestingar sem settar eru í leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis þá stefnir bara í óefni hvað loftslagsmálin varðar,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Alda í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna krefur íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör varðandi fjárfestingar þeirra í kolefnisvinnslu. Spurningar voru sendar til 45 aðila um miðjan júní og hafa nú borist 16 svör. „Við eigum ekki að vera að nota lífeyrissparnaðinn okkar í að grafa undan framtíð barnanna okkar. Það virkar frekar sérkennileg stefna. Þetta er ekkert umdeilt lengur hvernig staðan er í loftslagsmálum. Við bara horfum upp á það,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hörður segir aðstandendur verkefnisins vilja draga tvennt fram í dagsljósið. Annars vegar hvort fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum og fyrirtækjum sem tengist leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis og hins vegar hvort þau eigi fé bundið í slíkum aðilum. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og tengist hreyfingu sem kennir sig við slagorðið „Keep it in the ground“ sem vísar til að halda eigi jarðefnaeldsneytinu í jörðinni. Guðmundur kynntist þessum hugmyndum fyrir nokkrum árum þegar bandaríski rithöfundurinn og umhverfissinninn Bill McKibben kom til Íslands á vegum Landverndar. „Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og þessi umræða fengið aukið brautargengi. Við erum svona að nema land hér með þessa hugmynd sem hefur verið í gangi mjög víða um heim. Þess vegna snúum við okkur til þeirra sem við vitum að hafa úr miklu að spila hvað varðar fjárfestingar erlendis,“ segir Guðmundur. Hann segir suma aðila hafa verið fljóta til að svara og eigi það sérstaklega við minni lífeyrissjóði og tryggingafélög. „En það vantar ennþá svör frá stórum lífeyrissjóðum og öllum bönkunum. Eins finnst okkur sum svör ekki fullnægjandi og ekki hægt að lesa út úr því hvort aðilar eigi fjármagn bundið í svona fyrirtækjum.“ Margir sjóðir hafi þó sett sér einhvers konar stefnu en Guðmundur bendir á að það fari ekki endilega alltaf saman við framkvæmdina.
Bensín og olía Lífeyrissjóðir Umhverfismál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira