Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 14:56 Cecilía Rán Rúnarsdóttir er valin í íslenska landsliðið í fyrsta sinn. Vísir/Bára Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. Jón Þór gerði grein fyrir vali sínu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sýnar í dag. Þetta er fyrstu keppnisleikir íslensku stelpnanna síðan að Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli í lok ágúst og byrjun september en þeir eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Jón Þór Hauksson hefur stýrt íslenska liðinu í átta æfingaleikjum í ár þar af þremur þeirra á Algarve-mótinu en nú er komið að fyrsta alvöru prófinu. Cloé Lacasse er komin með íslenskt ríkisfang en hún var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Cloé Lacasse skoraði 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar áður en hún yfirgaf Eyjarnar og samdi við portúgalska félagið Benfica. Í hópnum er aftur á móti Cecilía Rán Rúnarsdóttir frá Fylki en hún er nýbúin að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Cecilía Rán er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni. Jón Þór gerir tvær breytingar á hópnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur inn fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem er ólétt og Svava Rós Guðmundsdóttir kemur inn fyrir Söndru Maríu Jessen. Reynsluboltinn Margrét Lára Viðarsdóttir er í landsliðshópnum og hún var ein af sjö Valskonum sem voru valdar. Breiðablik er líka með sjö leikmenn í hópnum.Hópurinn fyrir leikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu: Sandra Sigurðardóttir | Valur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Guðný Árnadóttir | Valur Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik Hlín Eiríksdóttir | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik Elín Metta Jensen | Valur Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF Fanndís Friðriksdóttir | Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. Jón Þór gerði grein fyrir vali sínu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sýnar í dag. Þetta er fyrstu keppnisleikir íslensku stelpnanna síðan að Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Leikirnir fara fram á Laugardalsvelli í lok ágúst og byrjun september en þeir eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Jón Þór Hauksson hefur stýrt íslenska liðinu í átta æfingaleikjum í ár þar af þremur þeirra á Algarve-mótinu en nú er komið að fyrsta alvöru prófinu. Cloé Lacasse er komin með íslenskt ríkisfang en hún var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Cloé Lacasse skoraði 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í sumar áður en hún yfirgaf Eyjarnar og samdi við portúgalska félagið Benfica. Í hópnum er aftur á móti Cecilía Rán Rúnarsdóttir frá Fylki en hún er nýbúin að halda upp á sextán ára afmælið sitt. Cecilía Rán er eini nýliðinn í landsliðshópnum að þessu sinni. Jón Þór gerir tvær breytingar á hópnum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur inn fyrir Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem er ólétt og Svava Rós Guðmundsdóttir kemur inn fyrir Söndru Maríu Jessen. Reynsluboltinn Margrét Lára Viðarsdóttir er í landsliðshópnum og hún var ein af sjö Valskonum sem voru valdar. Breiðablik er líka með sjö leikmenn í hópnum.Hópurinn fyrir leikina á móti Ungverjalandi og Slóvakíu: Sandra Sigurðardóttir | Valur Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden Sif Atladóttir | Kristianstads DFF Guðný Árnadóttir | Valur Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur Dagný Brynjarsdóttir | Portland Thorns Margrét Lára Viðarsdóttir | Valur Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Breiðablik Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik Hlín Eiríksdóttir | Valur Agla María Albertsdóttir | Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Breiðablik Elín Metta Jensen | Valur Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads DFF Fanndís Friðriksdóttir | Valur
EM 2021 í Englandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira