Í myndbandinu sést Houts slá hundinn þegar hún reynir að láta hann framkvæma hinar ýmsu brellur. Í eitt skiptið virðist hún hrækja á hundinn þegar hann hlýðir ekki því sem hún segir.
„Á þeim degi er myndbandið var tekið upp, og í raun alla síðustu viku, hafa hlutir í mínu lífi ekki verið svo frábærir. Ég ætla ekki að spila mig sem fórnarlamb eða neitt slíkt, en ég vil benda á að ég er sjaldan jafn niðurlút og ég var í þessu myndbandi,“ segir Houts í yfirlýsingu sem hún birtir á Twitter-síðu sinni.
To everyone who has been commenting on my social media as of recently: pic.twitter.com/gnxUbfVHdf
— b (@brookehouts) August 7, 2019
Í yfirlýsingunni segist Houts sjá eftir því að hafa valdið fólki óþægindum með myndbandinu. Ekkert réttlæti það hvernig hún kom fram við hundinn í myndbandinu en hún hafi þurft að sýna honum að hegðun hans var óásættanleg. Hún ætli að fara með hundinn í þjálfun og finna leiðir til þess að vera sjálf betri í að þjálfa hundinn heima fyrir.
Dýraverndunarsamtökin PETA hafa blandað sér í málið og segjast hafa kallað eftir því að aðgangi Houts verði lokað á YouTube. Hún hefur sjálf eytt myndbandinu og lokað fyrir Instagram-aðgang sinn eftir að myndbandið fór í dreifingu.
We have called on YouTube to remove Brooke Houts from the platform.
— PETA (@peta) August 7, 2019