Inter að gefast upp á viðræðum við Man Utd? Arnar Geir Halldórsson skrifar 30. júlí 2019 10:00 Ekki ódýr vísir/getty Erfiðlega gengur að fá niðurstöðu í samningaviðræður ítalska úrvalsdeildarliðsins Inter Milan og enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United vegna belgíska framherjans Romelu Lukaku. Nokkuð ljóst þykir að Belginn eigi ekki framtíð á Old Trafford en Man Utd er ekki tilbúið að selja þennan 26 ára gamla markahrók fyrir neina smámuni og samkvæmt fréttum frá Ítalíu eru forráðamenn Inter farnir að skoða aðra kosti á leikmannamarkaðnum. „Við erum búnir að gera þeim gott tilboð. Tilboð sem er í takt við markaðsvirði leikmannsins en samt tekst okkur ekki að ná saman við þá,“ segir Beppe Marotta, stjórnarformaður ítalska félagsins. „Við höldum áfram að skoða stöðuna og það getur allt gerst á markaðnum,“ sagði Marotta ennfremur. Inter gæti snúið spjótum sínum að franska stórveldinu PSG með það fyrir augum að kaupa hinn 32 ára gamla Edinson Cavani en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við frönsku meistarana. Cavani þekkir vel til á Ítalíu þar sem hann sló fyrst í gegn með Palermo og Napoli en samkvæmt ítölskum fjölmiðlum hefur hann verið í samskiptum við landa sína hjá Inter, Diego Godín og Matias Vecino, vegna mögulegrar endurkomu til Ítalíu. Lukaku gæti engu að síður endað á Ítalíu þar sem orðrómar um áhuga ítölsku meistaranna Juventus verða sífellt háværari. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira
Erfiðlega gengur að fá niðurstöðu í samningaviðræður ítalska úrvalsdeildarliðsins Inter Milan og enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United vegna belgíska framherjans Romelu Lukaku. Nokkuð ljóst þykir að Belginn eigi ekki framtíð á Old Trafford en Man Utd er ekki tilbúið að selja þennan 26 ára gamla markahrók fyrir neina smámuni og samkvæmt fréttum frá Ítalíu eru forráðamenn Inter farnir að skoða aðra kosti á leikmannamarkaðnum. „Við erum búnir að gera þeim gott tilboð. Tilboð sem er í takt við markaðsvirði leikmannsins en samt tekst okkur ekki að ná saman við þá,“ segir Beppe Marotta, stjórnarformaður ítalska félagsins. „Við höldum áfram að skoða stöðuna og það getur allt gerst á markaðnum,“ sagði Marotta ennfremur. Inter gæti snúið spjótum sínum að franska stórveldinu PSG með það fyrir augum að kaupa hinn 32 ára gamla Edinson Cavani en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við frönsku meistarana. Cavani þekkir vel til á Ítalíu þar sem hann sló fyrst í gegn með Palermo og Napoli en samkvæmt ítölskum fjölmiðlum hefur hann verið í samskiptum við landa sína hjá Inter, Diego Godín og Matias Vecino, vegna mögulegrar endurkomu til Ítalíu. Lukaku gæti engu að síður endað á Ítalíu þar sem orðrómar um áhuga ítölsku meistaranna Juventus verða sífellt háværari.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ Sjá meira