Hærra verðlaunafé á HM í Fortnite en í mörgum af stóru íþróttamótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 11:00 Kyle "Bugha” Giersdorf fékk ekki bara bikar í verðlaun heldur einnig 366 milljónir króna fyrir að vinna heimsmeistaratitilinn í Fortnite tölvuleiknum. Getty/Mike Stobe Foreldrarnir sem reka börnin sín úr tölvuleikjum og segja að ekkert sé upp úr þeim að hafa þurfa kannski að endurskoða afstöðu sína í framhaldi af fréttum helgarinnar. Sextán ára heimsmeistari í Fortnite tölvuleiknum varð um helgina þremur milljónum Bandaríkjadala ríkari. Strákurinn heitir Kyle Giersdorf og hafði betur í úrslitaleik á móti hinum fimmtán ára gamla Jaden Ashman. Kyle Giersdorf kallar sig Bugha á netinu og hann stóð hlæjandi og hristi bara hausinn þegar kom í ljós að hann hafði unnið. Hann var líka þarna að vinna sér inn 366 milljónir í íslenskum krónum. Jaden Ashman fékk næstum því eina milljón Bandaríkjadala, 122 milljónir íslenskar, fyrir að ná öðru sæti á mótinu.The best Fortnite player in the world 16-year-old @bugha takes the Fortnite World Cup Solos title and wins $3M pic.twitter.com/hgDFNZYpJu — B/R Gaming (@BRGaming) July 28, 2019 Þetta er sögulegt rafíþróttamót enda hafa verðlaun í slíku móti aldrei verið svona há. Alls skiptust 30 milljónir Bandaríkjadala á milli efstu keppenda. Keppendur frá 30 þjóðum tóku þátt, þar af voru 70 frá Bandaríkjunum, fjórtán frá Frakklandi og ellefu frá Bretlandi. Tvö hundruð milljónir eru skráðir sem Fortnite spilarar í heiminum en spilararnir geta spilað einir, sem tvíeyki, í fjögurra manna hóp eða í tuttugu manna hóp. Fortnite er hægt að spila með vinum eða með fólki sem þú þekkir ekki neitt. Það er því athyglisvert að skoða betur verðlaunafé heimsmeistarans í samanburði við verðlaunafé í mörgum af stóru íþróttamótunum heimsins þar sem íþróttafólkið keppir eitt og sér. Front Office Sports kannaði þetta og niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þar kemur fram að aðeins Opna bandaríska meistaramótið í tennis skilar sigurvegara sínum meira í vasann á árinu 2019 en þarna vantar reyndar öll risamótin í golfi sem skila kylfingum einnig miklum fjárhæðum. Þessi skemmtilegi samanburður hér fyrir neðan sýnir samt um leið að rafíþróttamenn gætu farið að komast upp í hóp þeirra íþróttamanna sem hafa mest upp úr sinni íþróttaiðkun.Cool look from Statista at how this past weekend's Fortnite World Cup winner's prize stacks up against the winner's prize of other select sporting events this year. pic.twitter.com/200ACQSpzo — Front Office Sports (@frntofficesport) July 30, 2019 Rafíþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Foreldrarnir sem reka börnin sín úr tölvuleikjum og segja að ekkert sé upp úr þeim að hafa þurfa kannski að endurskoða afstöðu sína í framhaldi af fréttum helgarinnar. Sextán ára heimsmeistari í Fortnite tölvuleiknum varð um helgina þremur milljónum Bandaríkjadala ríkari. Strákurinn heitir Kyle Giersdorf og hafði betur í úrslitaleik á móti hinum fimmtán ára gamla Jaden Ashman. Kyle Giersdorf kallar sig Bugha á netinu og hann stóð hlæjandi og hristi bara hausinn þegar kom í ljós að hann hafði unnið. Hann var líka þarna að vinna sér inn 366 milljónir í íslenskum krónum. Jaden Ashman fékk næstum því eina milljón Bandaríkjadala, 122 milljónir íslenskar, fyrir að ná öðru sæti á mótinu.The best Fortnite player in the world 16-year-old @bugha takes the Fortnite World Cup Solos title and wins $3M pic.twitter.com/hgDFNZYpJu — B/R Gaming (@BRGaming) July 28, 2019 Þetta er sögulegt rafíþróttamót enda hafa verðlaun í slíku móti aldrei verið svona há. Alls skiptust 30 milljónir Bandaríkjadala á milli efstu keppenda. Keppendur frá 30 þjóðum tóku þátt, þar af voru 70 frá Bandaríkjunum, fjórtán frá Frakklandi og ellefu frá Bretlandi. Tvö hundruð milljónir eru skráðir sem Fortnite spilarar í heiminum en spilararnir geta spilað einir, sem tvíeyki, í fjögurra manna hóp eða í tuttugu manna hóp. Fortnite er hægt að spila með vinum eða með fólki sem þú þekkir ekki neitt. Það er því athyglisvert að skoða betur verðlaunafé heimsmeistarans í samanburði við verðlaunafé í mörgum af stóru íþróttamótunum heimsins þar sem íþróttafólkið keppir eitt og sér. Front Office Sports kannaði þetta og niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan. Þar kemur fram að aðeins Opna bandaríska meistaramótið í tennis skilar sigurvegara sínum meira í vasann á árinu 2019 en þarna vantar reyndar öll risamótin í golfi sem skila kylfingum einnig miklum fjárhæðum. Þessi skemmtilegi samanburður hér fyrir neðan sýnir samt um leið að rafíþróttamenn gætu farið að komast upp í hóp þeirra íþróttamanna sem hafa mest upp úr sinni íþróttaiðkun.Cool look from Statista at how this past weekend's Fortnite World Cup winner's prize stacks up against the winner's prize of other select sporting events this year. pic.twitter.com/200ACQSpzo — Front Office Sports (@frntofficesport) July 30, 2019
Rafíþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira