Enski boltinn

Umboðsmaður Dybala staddur á Englandi og ræðir við Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dybala er öflugur framsækinn leikmaður.
Dybala er öflugur framsækinn leikmaður. vísir/getty
Umboðsmaður argentíska framherjans, Paulo Dybala, er nú staddur í Manchester þar sem hann ræðir um mögulega félagaskipti umbjóðanda síns en Sky Sports á Ítalíu greinir frá.

Dybala er hluti af félagaskiptum Romelu Lukaku frá Manchester United til Juventus en ítölsku meistararnir vilja borga fyrir Lukaku sem og senda Dybala til Manchester.

Argentínumaðurinn hefur ekki verið hrifinn af því að yfirgefa herbúðir Juventus en umboðsmaður hans er að minnsta kosti nú kominn til Englands þar sem hann ræðir við forráðamenn Manchester United.







Fari svo að Dybala samþykki að ganga í raðir United gangi samningurinn upp en Sky greinir frá því að heimildarmenn þeirra telja að enn beri mikið að í samningaviðræðum félaganna.

Dybala hefur skorað 78 mörk í þeim 182 leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið síðan hann kom frá Palermo árið 2015. Hann snýr aftur til æfinga hjá Juventus á fimmtudag eftir að hafa verið með Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×