Kaupfélag Skagfirðinga keypti lambahryggi af Fjallalambi til að bregðast við skorti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júlí 2019 19:00 Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á tveimur tonnum af lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum tímabundið. Samtök verslunar og þjónustu hyggjast kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. Í síðustu viku lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta á lambahryggjum - til að bregðast við skorti á hryggjum. Málsmeðferð nefndarinnar var lokið síðasta föstudag og stóð til að ráðherra myndi opna á innflutning. Samkvæmt búvörulögum þarf að liggja fyrir skortur hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skortur hjá tveimur framleiðendum, Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga.Í dag sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að landbúnaðarráðherra, hefði óskað eftir því að ráðgjafanefndin endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá framleiðendum. Upplýsingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort lagaheimild sé enn til staðar fyrir afnáminu. Þessar nýju upplýsingar eru þær að ekki er lengur skortur á lambahryggjum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, félagið hafi keypt tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi. „Um miðjan júli er staðan þannig að við eigum nóg af öllu nema þessum hefðbundnu hryggjavörum, nema þessum átta rifja hrygg eða þessum hefðbundna lambahrygg, þar sem við erum búin að skera hann í þessar steikur,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Það hafi verið gert í undirbúningi fyrir sumarvertíðina. „Í millitíðinni kaupum við hryggi frá öðrum sláturleyfishafa. Þannig að þegar við erum næst spurðir þá gefum við það náttúrulega upp að við eigum þessa hryggi sem við vorum búnir að kaupa frá öðrum,“ segir Ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sendi Kaupfélag Skagfirðinga upplýsingarnar þó inn að eigin frumkvæði. Hvorki ráðgjafanefndin né ráðuneytið hafi óskað eftir upplýsingum enda málsmeðferð nefndarinnar lokið. „Það bendir margt til þess að afurðastöðvarnar hafi farið að leika einhvern leik og farið að eiga viðskipti hvor við aðra til þess að geta sýnt fram á það að það væri ekki skortur,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Það standist engan veginn. Síðan í mars hafi samtökin ítrekað fengið upplýsingar um skort á lambahryggjum. Það skjóti skökku við að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu séu búin að hafna viðskiptum við stærstu matvöruverslanir í landinu á grundvelli þess að ekki séu til nægar birgðir af vörunni. Allt í einu sé staðan önnur. „Núna allt í einu þegar það blasir við sá raunveruleiki að það eigi að fara flytja vöruna inn þá allt í einu eru til nægar birgðir. Það hlýtur að gefa Samkeppnisyfirvöldum tilefni til að skoða málið til hlítar,“ segir Andrés. Samtökin ætli að kvarta til Samkeppniseftirlitsins á næstu dögum. Ágúst segir að ummæli um að afurðastöðvarnar brjóti Samkeppnislög sorgleg. „Þetta á náttúrulega bara ekki við nokkur rök að styðjast og eru náttúrulega bara alvarlegar ásakanir“ Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skagafjörður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á tveimur tonnum af lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum tímabundið. Samtök verslunar og þjónustu hyggjast kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. Í síðustu viku lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta á lambahryggjum - til að bregðast við skorti á hryggjum. Málsmeðferð nefndarinnar var lokið síðasta föstudag og stóð til að ráðherra myndi opna á innflutning. Samkvæmt búvörulögum þarf að liggja fyrir skortur hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skortur hjá tveimur framleiðendum, Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga.Í dag sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að landbúnaðarráðherra, hefði óskað eftir því að ráðgjafanefndin endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá framleiðendum. Upplýsingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort lagaheimild sé enn til staðar fyrir afnáminu. Þessar nýju upplýsingar eru þær að ekki er lengur skortur á lambahryggjum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, félagið hafi keypt tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi. „Um miðjan júli er staðan þannig að við eigum nóg af öllu nema þessum hefðbundnu hryggjavörum, nema þessum átta rifja hrygg eða þessum hefðbundna lambahrygg, þar sem við erum búin að skera hann í þessar steikur,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Það hafi verið gert í undirbúningi fyrir sumarvertíðina. „Í millitíðinni kaupum við hryggi frá öðrum sláturleyfishafa. Þannig að þegar við erum næst spurðir þá gefum við það náttúrulega upp að við eigum þessa hryggi sem við vorum búnir að kaupa frá öðrum,“ segir Ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sendi Kaupfélag Skagfirðinga upplýsingarnar þó inn að eigin frumkvæði. Hvorki ráðgjafanefndin né ráðuneytið hafi óskað eftir upplýsingum enda málsmeðferð nefndarinnar lokið. „Það bendir margt til þess að afurðastöðvarnar hafi farið að leika einhvern leik og farið að eiga viðskipti hvor við aðra til þess að geta sýnt fram á það að það væri ekki skortur,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Það standist engan veginn. Síðan í mars hafi samtökin ítrekað fengið upplýsingar um skort á lambahryggjum. Það skjóti skökku við að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu séu búin að hafna viðskiptum við stærstu matvöruverslanir í landinu á grundvelli þess að ekki séu til nægar birgðir af vörunni. Allt í einu sé staðan önnur. „Núna allt í einu þegar það blasir við sá raunveruleiki að það eigi að fara flytja vöruna inn þá allt í einu eru til nægar birgðir. Það hlýtur að gefa Samkeppnisyfirvöldum tilefni til að skoða málið til hlítar,“ segir Andrés. Samtökin ætli að kvarta til Samkeppniseftirlitsins á næstu dögum. Ágúst segir að ummæli um að afurðastöðvarnar brjóti Samkeppnislög sorgleg. „Þetta á náttúrulega bara ekki við nokkur rök að styðjast og eru náttúrulega bara alvarlegar ásakanir“
Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skagafjörður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira