Enski boltinn

Bailly alvarlega meiddur og spilar ekki næstu fimm mánuðina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bailly er alvarlega meiddur.
Bailly er alvarlega meiddur. vísir/getty
Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, verður ekki með liðinu næstu fjóra til fimm mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í æfingarleik gegn Tottenham á dögunum.

Þetta staðfesti Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 1-0 sigur United á Kristiansund í Noregi fyrr í dag þar sem markið kom úr vítaspyrnu Juan Mata á 91. mínútu.

Meiðslin hlaut Bailly í leik gegn Tottenham en í fyrstu var talið að hann yrði bara frá í um sex vikur. Nú hefur hins vegar annað komið í ljós og ljóst að United verður lengi án Fílbensstrendingsins sem gekkst undir aðgerð á hné.







Þetta ýtir væntanlega enn frekar undir þann orðróm að Manchester United kræki í Harry Maguire, varnarmann Leicester, sem hefur verið orðaður við rauðu djöflanna í allt sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×