Enski boltinn

Mark og stoðsending frá Jóhanni Berg er Burnley burstaði Patrick Viera og lærisveina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann skorar markið sitt í kvöld.
Jóhann skorar markið sitt í kvöld. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem rúllaði yfir franska liðið Nice í æfingarleik á heimavelli sínum í dag en lokatölur urðu 6-1 stórsigur enska liðsins.

Framherjinn Chris Wood hefur verið sjóðandi heitur á undirbúningstímabilinu og hélt uppteknum hætti en hann kom Burnley yfir á 2. mínútu. Sex mínútum síðar tvöfaldaði hann forystuna eftir stoðsendingu Jóhanns.

Varnarmaðurinn Ben Mee skoraði þriðja markið og á 33. mínútu var röðin komin að íslenska vængmanninum sem skoraði fjórða markið. 4-0 fyrir þá ensku í hálfleik.





Chris Wood fullkomnaði þrennuna á 61. mínútu áður en Allan Saint-Maximin minnkaði muninn fyrir Nice. Jay Rodriguez skoraði sjötta og síðasta markið tíu mínútum fyrir leikslok og lokatölur 6-1.

Burnley leikur sinn síðasta æfingarleik á laugardaginn er þeir mæta Parma og svo hefst enska úrvalsdeildin helgina á eftir. Fyrsti leikur Burnley í deildinni er gegn Southampton á heimavelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×