Stórbruni í Hafnarfirði Birgir Olgeirsson, Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 04:09 Frá vettvangi brunans snemma á sjöunda tímanum í morgun. Vísir/JóiK Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við mikinn eld í Fiskmarkaði Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað út og búist við miklu slökkvistarfi næstu tímana. Er talið að enginn hafi verið í húsinu þegar eldsins varð vart. Mikinn reyk leggur frá brunanum en slökkvilið hefur óskað eftir því að íbúar í nágrenni brunanst loki gluggum og hækki hitastigið í vistarverum sínum finni þeir reykjarlykt.Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði klukkan fimm í morgun að mikill eldur hafi verið í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang í nótt. „Það var vaktmaður sem var hérna í nótt og hann sagði að það væri eldur hérna í húsinu. Hann hringdi í eigandann en það var mikill eldur á tveimur stöðum í húsinu þegar við komum,“ sagði Guðmundur.Mikinn reyk leggur frá brunanum.Vísir/JóikMikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikill að ekki sást í næsta hús. Því var allur tiltækur mannskapur ræstur út. Þegar rætt var við Guðmund hafði dregið lítillega úr eldinum og útlitið ekki eins svart og þegar fyrst var komið að. Fiskmarkaðurinn er við suðurhöfn Hafnarfjarðar en mikill eldsmatur er innanhúss.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikinn að ekki sást í næsta hús.Vísir/JóiK„Það virðist vera að við séum að ná að slá eitthvað á þetta. Við höfum fengið krabba til að opna þakið og sjá hvort við náum ekki að létta aðeins á þessu.“Uppfært klukkan 06:18: Enn er gríðarlegur eldur í húsinu og mikill svartur reykur stígur til himins. Á tímabili leit út fyrir að slökkvilið hefði náð tökum á eldinum en svo virðist sem hann hafi magnast upp aftur, samkvæmt upplýsingum frá vettvangi. Allt tiltækt lið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna brunans klukkan 20 mínútur yfir þrjú. Þá voru slökkviliðsmenn á bakvakt og í sumarfríi einnig kallaðir út. Veður er gott á höfuðborgarsvæðinu og hefur það komið sér vel í slökkvistarfinu. Vindátt er þó breytileg og beinir slökkvilið því þess vegna enn til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hita í húsum sínum. Mikill hiti er í húsinu en slökkviliðsmenn njóta aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra sem er á vettvangi með hitamyndavélar.Fréttin hefur verið uppfærð.Mikill eldur var í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.Vísir/JóiKRjúfa þurfti þak hússins til að komast að eldinum.Vísir/JóiKVísr/JóiKSérsveit ríkislögreglustjóra er á staðnum með hitamyndavélar.Vísir/JóikSíðast uppfærð 06:18. Hafnarfjörður Slökkvilið Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við mikinn eld í Fiskmarkaði Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað út og búist við miklu slökkvistarfi næstu tímana. Er talið að enginn hafi verið í húsinu þegar eldsins varð vart. Mikinn reyk leggur frá brunanum en slökkvilið hefur óskað eftir því að íbúar í nágrenni brunanst loki gluggum og hækki hitastigið í vistarverum sínum finni þeir reykjarlykt.Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði klukkan fimm í morgun að mikill eldur hafi verið í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang í nótt. „Það var vaktmaður sem var hérna í nótt og hann sagði að það væri eldur hérna í húsinu. Hann hringdi í eigandann en það var mikill eldur á tveimur stöðum í húsinu þegar við komum,“ sagði Guðmundur.Mikinn reyk leggur frá brunanum.Vísir/JóikMikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikill að ekki sást í næsta hús. Því var allur tiltækur mannskapur ræstur út. Þegar rætt var við Guðmund hafði dregið lítillega úr eldinum og útlitið ekki eins svart og þegar fyrst var komið að. Fiskmarkaðurinn er við suðurhöfn Hafnarfjarðar en mikill eldsmatur er innanhúss.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikinn að ekki sást í næsta hús.Vísir/JóiK„Það virðist vera að við séum að ná að slá eitthvað á þetta. Við höfum fengið krabba til að opna þakið og sjá hvort við náum ekki að létta aðeins á þessu.“Uppfært klukkan 06:18: Enn er gríðarlegur eldur í húsinu og mikill svartur reykur stígur til himins. Á tímabili leit út fyrir að slökkvilið hefði náð tökum á eldinum en svo virðist sem hann hafi magnast upp aftur, samkvæmt upplýsingum frá vettvangi. Allt tiltækt lið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna brunans klukkan 20 mínútur yfir þrjú. Þá voru slökkviliðsmenn á bakvakt og í sumarfríi einnig kallaðir út. Veður er gott á höfuðborgarsvæðinu og hefur það komið sér vel í slökkvistarfinu. Vindátt er þó breytileg og beinir slökkvilið því þess vegna enn til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hita í húsum sínum. Mikill hiti er í húsinu en slökkviliðsmenn njóta aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra sem er á vettvangi með hitamyndavélar.Fréttin hefur verið uppfærð.Mikill eldur var í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.Vísir/JóiKRjúfa þurfti þak hússins til að komast að eldinum.Vísir/JóiKVísr/JóiKSérsveit ríkislögreglustjóra er á staðnum með hitamyndavélar.Vísir/JóikSíðast uppfærð 06:18.
Hafnarfjörður Slökkvilið Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira