Ejub Purisevic stýrði Víkingi Ólafsvík af hliðarlínunni í 300. skipti í deild og bikar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Þór í Inkasso-deild karla í gærkvöldi.
Ejub hefur átt magnaðan feril hjá Ólsurum frá því að hann stýrði liðinu í fyrsta sinn árið 2003 en þá var hann spilandi þjálfari um tíma. Hann var spilandi þjálfari í 55 leiki. Hann spilaði svo sinn síðasta leik fyrir félagið árið 2005.
Síðan þá hefur hann nánast verið við stjórnvölinn hjá Víkingum, ef fráskilið er tímabilið 2009, en í sex skipti hefur hann komið liðinu upp í efstu deild á tíma sínum hjá félaginu.
Einnig hefur hann komið liðinu tvisvar í undanúrslit bikarsins og var nærri því að slá út Breiðablik í dramatískum undanúrslitaleik í fyrra þar sem Blikarnir jöfnuðu á elleftu stundu.
Því hefur Ejub verið í Ólafsvík í um sextán ár sem er ótrúlegur tími en liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig, fimm stigum frá Þór sem er í öðru sætinu. Efstu tvö sætin gefa þáttökurétt í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð.
300. leikur Ejub við stjórnvölinn hjá Víkingi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn








Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar
Enski boltinn
