Hann staðfesti þetta í samtali við RMC Sport í gærkvöldi en undanfarnar vikur hefur verið mikill orðrómur um að Pepe sé á leið til Lundúnarliðsins.
Pepe to Arsenal https://t.co/Bz2YMRbfKh
— Goal News (@GoalNews) July 31, 2019
Pepe skoraði 22 mörk í frönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og lagði upp ellefu mörk er Lille gerði sér lítið fyrir og náði í silfur eftir ofurliði PSG.
Þjálfari frönsku meistaranna í PSG, Thomas Tuchel, var sagður áhugasamur um Fílbeinsstrendinginn sem og forráðamenn Liverpool, Inter og Bayern Munchen.
Nú er hann hins vegar á leið til Arsenal og ljóst er að Arsenal þarf að opna veskið til að fá framherjann til félagsins en Arsenal hefur ekki verið ýkja duglegt að kaupa menn á háar fjárhæðir undanfarin sumur.