Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 12:57 Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunnar. vísir/gva Umhverfisverndarsinni segir að til greina komi að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar. Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks vonast til að mótmælendur haldi sig réttum megin við lögin komi til mótmæla. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir niðurstöðuna gleðilega. „Úrskurðurinn kom okkur ekki á óvart. Þetta var í anda þess sem við höfum lagt upp með í umsögnum okkar til úrskurðarnefndarinnar og töldum engar forsendur fyrir því að þessar framkvæmdir yrðu stöðvaðar,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmælt hefur virkjuninni harðlega. Hún telur framkvæmdirnar óafturkræfar. „Það verða skemmdir þarna á landi og það verða færð mörg þúsund tonn af möl upp úr Hvalárvirkjarósum þannig það verða óafturkræfar skemmdir,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir. Birna tekur ekki í sama streng. „Allt eru þetta afturkræfar framkvæmdir þannig það sem við gerum í sumar er í rauninni bara minniháttar,“ sagði Birna. Elísabet segist vera komin með nóg af því að rödd umhverfissinna fái ekki hljómgrunn. Hyggst hún stofna umhverfisflokk á næsta mánuðinum og verður opinn fundur flokksins þann 22. ágúst. „Þetta er náttúrulega hugsað líka sem róttæk og öðruvísi hreyfing vegna þess að við erum líka orðin þreytt á þessu tungumáli að virkjunarsinnar eigi alltaf tungumálið og í hvert sinn sem við tölum um tilfinningar og að okkur þyki vænt um landið þá er alltaf hlegið að okkur. Staðreyndin er sú að við elskum þetta land,“ sagði Elísabet. Þá segir hún að það komi til greina að mótmæla framkvæmdunum. „Kannski gerum við það eða förum norður bara og leggjumst í jarðýturnar,“ sagði Elísabet. „Þeir sem hæst hafa látið í andstöðu sinni við verkefnið hafa nú lýst því yfir að þeir muni einskis láta ófreistað þannig við verðum bara að sjá hvað setur en við vonum að fólk sýni skynsemi og haldi sig réttum megin við lögin,“Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira
Umhverfisverndarsinni segir að til greina komi að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar. Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks vonast til að mótmælendur haldi sig réttum megin við lögin komi til mótmæla. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks segir niðurstöðuna gleðilega. „Úrskurðurinn kom okkur ekki á óvart. Þetta var í anda þess sem við höfum lagt upp með í umsögnum okkar til úrskurðarnefndarinnar og töldum engar forsendur fyrir því að þessar framkvæmdir yrðu stöðvaðar,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Elísabet Jökulsdóttir er ein þeirra sem mótmælt hefur virkjuninni harðlega. Hún telur framkvæmdirnar óafturkræfar. „Það verða skemmdir þarna á landi og það verða færð mörg þúsund tonn af möl upp úr Hvalárvirkjarósum þannig það verða óafturkræfar skemmdir,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir. Birna tekur ekki í sama streng. „Allt eru þetta afturkræfar framkvæmdir þannig það sem við gerum í sumar er í rauninni bara minniháttar,“ sagði Birna. Elísabet segist vera komin með nóg af því að rödd umhverfissinna fái ekki hljómgrunn. Hyggst hún stofna umhverfisflokk á næsta mánuðinum og verður opinn fundur flokksins þann 22. ágúst. „Þetta er náttúrulega hugsað líka sem róttæk og öðruvísi hreyfing vegna þess að við erum líka orðin þreytt á þessu tungumáli að virkjunarsinnar eigi alltaf tungumálið og í hvert sinn sem við tölum um tilfinningar og að okkur þyki vænt um landið þá er alltaf hlegið að okkur. Staðreyndin er sú að við elskum þetta land,“ sagði Elísabet. Þá segir hún að það komi til greina að mótmæla framkvæmdunum. „Kannski gerum við það eða förum norður bara og leggjumst í jarðýturnar,“ sagði Elísabet. „Þeir sem hæst hafa látið í andstöðu sinni við verkefnið hafa nú lýst því yfir að þeir muni einskis láta ófreistað þannig við verðum bara að sjá hvað setur en við vonum að fólk sýni skynsemi og haldi sig réttum megin við lögin,“Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30