Íslensku landsliðshestarnir eru allir við hestaheilsu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2019 22:08 Allir hestarnir sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Belgíu í næsta mánuði eru við hestaheilsu því þeir hafa allir farið í læknisskoðun hjá dýralækni og fengið toppskoðun þar. Sautján hestar verða fluttir út á næstunni en enginn þeirra fær að snúa heim aftur. „Hræðilegt“, segir einn knapinn. Dýralæknaskoðunin fór fram á Grænhól í Ölfusi þar sem Helgi Sigurðsson, dýralæknir landsliðsins skoðaða hestana frá toppi til táar til að athuga hvort þeir séu keppnishæfir.Helgi Sigurðsson, dýralæknir íslenska hestalandsliðsins.Vísir/MHHÞetta þarf bara að vera í lagi „Þá er verið að skoða hvort það sé í lagi með fætur, hvort þeir séu óhaltir, ekki aumir í baki og svo er verið að skoða munn. Þetta eru snertifletir, sem hestamennskan býður upp á, það er bakið þar sem þyngd knapans er og við erum að toga upp á tennurnar á þeim, þetta þarf bara að vera í lagi“, segir Helgi Sigurðsson, dýralæknir. Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar, þar af eru fimm hestar erlendis, þannig að það verða sautján hestar, sem verða fluttir úr landi á næstu dögum. Hver hestur fær passa áður en hann fer út.Olil Able, hestaeigandi til hægri.Vísir/MHHAllir fá sinn passa „Allir hestar fá passa þegar þeir fara úr landi þar sem kemur fram lýsing á hestinum, örmerkjanúmer og séreinkenni, eins og sveipir í hári, það þarf að teikna allavega fimm sveipi til að skilgreina að þetta sé rétta dýrið, sem er að fara út landi", segir Þórunn Eyvindsdóttir, sem sér meðal annars um útflutning hestanna. Olil Amble mun keppa á Álfaranum í fimmgangi en hann er úr ræktun hennar og Bergs frá Syðri Gegnishólum í Flóahreppi, 10 vetra gamall, frábær hestur, sem fær þó ekki að snúa heim aftur eins og engin af þeim hestum, sem munu keppa á heimsmeistaramótinu.Verður hræðilegt að kveðja hestinn En verður ekki erfitt að kveðja hestinn? „Jú, það verður hræðilegt, ég ætlaði aldrei að selja þennan hest og það er búið að vera mjög erfið ákvörðun en nú er ákvörðunin komin“.Eyrún Ýr Pálsdóttir, hestaeigandi.Vísir/MHHHesturinn ber sama nafn og hún Eyrún Ýr Pálsdóttir mun keppa á nöfnu sinni Eyrúnu Ýr, sem er sex vetra frá Hásæti. En af hverju eru þær nöfnur? „það var nú þannig að ég bjargaði henni sem folaldi. Ég var á leiðinni úr Reykjavík, Fjölnir Þorgeirsson ræktaði þessa hryssu, og var með hrossin sín í Kotströnd í Ölfusi alveg við veginn. Svo er ég á leiðinni heim seint um kvöld og sé að tryppin hans eru að hamast í einhverju, ég sá að þetta var eitthvað hvítt og hélt að þetta væri rúlluplast, en hægði á mér og fór að skoða þetta og þá var það þannig að mamma hennar var köstuð og búin að missa folaldið frá sér, tryppin voru að hamast í því og hryssan komin frá, þannig að ég náði að koma þeim saman aftur. Fjölnir var svo ánægður með þetta að hann skýrði hana Eyrúnu Ýr“, segir Eyrún Ýr. Hestar Ölfus Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Allir hestarnir sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Belgíu í næsta mánuði eru við hestaheilsu því þeir hafa allir farið í læknisskoðun hjá dýralækni og fengið toppskoðun þar. Sautján hestar verða fluttir út á næstunni en enginn þeirra fær að snúa heim aftur. „Hræðilegt“, segir einn knapinn. Dýralæknaskoðunin fór fram á Grænhól í Ölfusi þar sem Helgi Sigurðsson, dýralæknir landsliðsins skoðaða hestana frá toppi til táar til að athuga hvort þeir séu keppnishæfir.Helgi Sigurðsson, dýralæknir íslenska hestalandsliðsins.Vísir/MHHÞetta þarf bara að vera í lagi „Þá er verið að skoða hvort það sé í lagi með fætur, hvort þeir séu óhaltir, ekki aumir í baki og svo er verið að skoða munn. Þetta eru snertifletir, sem hestamennskan býður upp á, það er bakið þar sem þyngd knapans er og við erum að toga upp á tennurnar á þeim, þetta þarf bara að vera í lagi“, segir Helgi Sigurðsson, dýralæknir. Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar, þar af eru fimm hestar erlendis, þannig að það verða sautján hestar, sem verða fluttir úr landi á næstu dögum. Hver hestur fær passa áður en hann fer út.Olil Able, hestaeigandi til hægri.Vísir/MHHAllir fá sinn passa „Allir hestar fá passa þegar þeir fara úr landi þar sem kemur fram lýsing á hestinum, örmerkjanúmer og séreinkenni, eins og sveipir í hári, það þarf að teikna allavega fimm sveipi til að skilgreina að þetta sé rétta dýrið, sem er að fara út landi", segir Þórunn Eyvindsdóttir, sem sér meðal annars um útflutning hestanna. Olil Amble mun keppa á Álfaranum í fimmgangi en hann er úr ræktun hennar og Bergs frá Syðri Gegnishólum í Flóahreppi, 10 vetra gamall, frábær hestur, sem fær þó ekki að snúa heim aftur eins og engin af þeim hestum, sem munu keppa á heimsmeistaramótinu.Verður hræðilegt að kveðja hestinn En verður ekki erfitt að kveðja hestinn? „Jú, það verður hræðilegt, ég ætlaði aldrei að selja þennan hest og það er búið að vera mjög erfið ákvörðun en nú er ákvörðunin komin“.Eyrún Ýr Pálsdóttir, hestaeigandi.Vísir/MHHHesturinn ber sama nafn og hún Eyrún Ýr Pálsdóttir mun keppa á nöfnu sinni Eyrúnu Ýr, sem er sex vetra frá Hásæti. En af hverju eru þær nöfnur? „það var nú þannig að ég bjargaði henni sem folaldi. Ég var á leiðinni úr Reykjavík, Fjölnir Þorgeirsson ræktaði þessa hryssu, og var með hrossin sín í Kotströnd í Ölfusi alveg við veginn. Svo er ég á leiðinni heim seint um kvöld og sé að tryppin hans eru að hamast í einhverju, ég sá að þetta var eitthvað hvítt og hélt að þetta væri rúlluplast, en hægði á mér og fór að skoða þetta og þá var það þannig að mamma hennar var köstuð og búin að missa folaldið frá sér, tryppin voru að hamast í því og hryssan komin frá, þannig að ég náði að koma þeim saman aftur. Fjölnir var svo ánægður með þetta að hann skýrði hana Eyrúnu Ýr“, segir Eyrún Ýr.
Hestar Ölfus Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent