Forsætisráðherra tilnefndur til verðlauna breskrar hugveitu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 10:37 Katrín Jakobsdóttir er sögð hafa staðið fyrir eftirtektarverðum aðgerðum til að auka jafnrétti kynjanna. Vísir/Vilhelm Breska hugveitan Chatham House hefur tilnefnt Katrínu Jakokbsdóttur, forsætisráðherra, til árlegra verðlauna sinna fyrir framsækna stefnu í jafnrétti kynjanna og atvinnuþátttöku kvenna. Hillary Clinton og Melinda Gates eru á meðal fyrri verðlaunahafa. Auk Katrínar eru David Attenborough, breski náttúrufræðingurinn heimsþekkti, og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tilnefndir til Chatham House-verðlaunanna í ár. Attenborough er tilnefndur vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar „Bláa plánetan II“ og áhrifa hennar á áhuga almennings á plastmengun í höfum jarðar. Ahmed hlaut tilnefningu fyrir að stuðla að fjölræði og tjáningarfrelsi í heimalandinu og að binda enda á áratugalöng átök við nágrannaríkið Erítreu. Í umsögn hugveitunnar um Katrínu segir að hún hafi farið fyrir samsteypustjórn sem hafi verið brautryðjandi í að taka á kerfislægu misrétti kynjanna og efnahagslegri útilokun kvenna með aðgerðum gegn áreitni á vinnustöðum og heimilisofbeldi. Þá hafi hún unnið að því að lengja sameiginlegt fæðingarorlof og komið á jafnlaunavottun, fyrstu löggjöf sinnar tegundar. „Þrátt fyrir að það sé enn verk að vinna í að berjast gegn kynjamisrétti á Íslandi, eins og alls staðar í heiminum, eru aðgerðir landsins til að auka atvinnuþátttöku kvenna grundvöllur fyrir djarfa og framsækna stefnumótun í mikilvægu viðfangsefni til að ná fram samfélagi þar sem réttur kynjanna er jafnari,“ segir í umsögninni. Verðlaun Chatham House hafa verið veitt frá árinu 2005. Hillary Clinton og John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Melinda Gates, annar stofnenda sjóðs Bills og Melindu Gates og samtökin Læknar án landamæra eru á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár. Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Breska hugveitan Chatham House hefur tilnefnt Katrínu Jakokbsdóttur, forsætisráðherra, til árlegra verðlauna sinna fyrir framsækna stefnu í jafnrétti kynjanna og atvinnuþátttöku kvenna. Hillary Clinton og Melinda Gates eru á meðal fyrri verðlaunahafa. Auk Katrínar eru David Attenborough, breski náttúrufræðingurinn heimsþekkti, og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, tilnefndir til Chatham House-verðlaunanna í ár. Attenborough er tilnefndur vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar „Bláa plánetan II“ og áhrifa hennar á áhuga almennings á plastmengun í höfum jarðar. Ahmed hlaut tilnefningu fyrir að stuðla að fjölræði og tjáningarfrelsi í heimalandinu og að binda enda á áratugalöng átök við nágrannaríkið Erítreu. Í umsögn hugveitunnar um Katrínu segir að hún hafi farið fyrir samsteypustjórn sem hafi verið brautryðjandi í að taka á kerfislægu misrétti kynjanna og efnahagslegri útilokun kvenna með aðgerðum gegn áreitni á vinnustöðum og heimilisofbeldi. Þá hafi hún unnið að því að lengja sameiginlegt fæðingarorlof og komið á jafnlaunavottun, fyrstu löggjöf sinnar tegundar. „Þrátt fyrir að það sé enn verk að vinna í að berjast gegn kynjamisrétti á Íslandi, eins og alls staðar í heiminum, eru aðgerðir landsins til að auka atvinnuþátttöku kvenna grundvöllur fyrir djarfa og framsækna stefnumótun í mikilvægu viðfangsefni til að ná fram samfélagi þar sem réttur kynjanna er jafnari,“ segir í umsögninni. Verðlaun Chatham House hafa verið veitt frá árinu 2005. Hillary Clinton og John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Melinda Gates, annar stofnenda sjóðs Bills og Melindu Gates og samtökin Læknar án landamæra eru á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár.
Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira