Segir umræðu um tjáningarfrelsi forréttindamiðaða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 21. júlí 2019 13:03 Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum, segir að auka þurfi fræðslu og umræðu í samfélaginu um hatursglæpi. Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki. Að hennar mati þurfi að skýra lögin hvað varðar haturorðræðu, haturstjáningu og hatursglæpi. Þunn lína sé á milli þess að vera með fordóma eða haturstjáningu. Umræðan um hatursorðræðu spratt upp eftir að lögreglan fékk til rannsóknar mál þriggja múslímskra kvenna sem áreittar voru í verslunarkjarna í Breiðholti í síðustu viku, vegna uppruna síns. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þær, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp. Eyrún Eyþórsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé bannað með lögum að vera með fordóma eða tjá sig á neikvæðan hátt um einhvern. Munur sé milli haturorðræðu og tjáningarfrelsis. „Með þessum lögum er verið að reyna að fanga þegar þessi neikvæðu viðhorf eru komin í almannarými og sett fram með neikvæðum hætti. Þetta er orðið brot þegar annað hvort er verið að upphefja einn hóp fram yfir annan eða þegar verið er að rógbera og smána. Fyrr á árinu lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fram frumvarp að þrengja ætti gildissvið laga um haturorðræðu. Eyrún telur að þar hafi of mikil áhersla verið lögð á tjáningarfrelsi en allt of lítið rætt um afleiðingar haturstjáningar. „Mér finnst þessi umræða um tjáningarfrelsi vera forréttindamiðuð. Hún snýst alltaf um þennan rétt fólks til og verið er að setja það fram með þeim hætti að þín frjálsa tjáning sé mikilvægari en réttindi fólks til friðhelgi einkalífsins.“ „Það þarf enginn að tjá sig með hatursfullum hætti. Það er hægt að segja alla hluti án þess að beina því beint gegn fólki með hatursfullum hætti gagnvart fólki sem er kannski jaðarsett eða í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sagði Eyrún.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki. Að hennar mati þurfi að skýra lögin hvað varðar haturorðræðu, haturstjáningu og hatursglæpi. Þunn lína sé á milli þess að vera með fordóma eða haturstjáningu. Umræðan um hatursorðræðu spratt upp eftir að lögreglan fékk til rannsóknar mál þriggja múslímskra kvenna sem áreittar voru í verslunarkjarna í Breiðholti í síðustu viku, vegna uppruna síns. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þær, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp. Eyrún Eyþórsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé bannað með lögum að vera með fordóma eða tjá sig á neikvæðan hátt um einhvern. Munur sé milli haturorðræðu og tjáningarfrelsis. „Með þessum lögum er verið að reyna að fanga þegar þessi neikvæðu viðhorf eru komin í almannarými og sett fram með neikvæðum hætti. Þetta er orðið brot þegar annað hvort er verið að upphefja einn hóp fram yfir annan eða þegar verið er að rógbera og smána. Fyrr á árinu lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fram frumvarp að þrengja ætti gildissvið laga um haturorðræðu. Eyrún telur að þar hafi of mikil áhersla verið lögð á tjáningarfrelsi en allt of lítið rætt um afleiðingar haturstjáningar. „Mér finnst þessi umræða um tjáningarfrelsi vera forréttindamiðuð. Hún snýst alltaf um þennan rétt fólks til og verið er að setja það fram með þeim hætti að þín frjálsa tjáning sé mikilvægari en réttindi fólks til friðhelgi einkalífsins.“ „Það þarf enginn að tjá sig með hatursfullum hætti. Það er hægt að segja alla hluti án þess að beina því beint gegn fólki með hatursfullum hætti gagnvart fólki sem er kannski jaðarsett eða í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sagði Eyrún.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45
Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15