Þetta var fyrsti sigur Írans á stórmóti en hann spilaði stórkostlegt golf og var sigurinn í raun aldrei í hættu á lokahringnum í dag.
No luck needed for the Irishman. @ShaneLowryGolf is the Champion Golfer of the Year with a SIX-shot victory.#LiveUnderParpic.twitter.com/2As4ywtP3q
— PGA TOUR (@PGATOUR) July 21, 2019
Lowry lenti í vandræðum á fyrstu holu og þá héldu einhverjir að þar myndi hann klúðra hlutunum en hann var efstur fyrir hringinn í dag. Það gerðist alls ekki.
Hringina fjóra kláraði Lowry á fimmtán höggum undir pari en næstur kom Everton stuðningsmaðurinn Tommy Fleetwood á níu höggum undir pari. Sjö höggum undir var í þriðja sætinu var Toni Finau.
A walk he'll never forget. pic.twitter.com/F6nFuTHwbr
— PGA TOUR (@PGATOUR) July 21, 2019