Þrjú fullgild vilyrði um lóðir undir ódýrar íbúðir Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. júlí 2019 07:00 Svona líta hugmyndir Þorpsins um uppbyggingu í Gufunesi út. Mynd/Þorpið Þrír af þeim níu hópum sem valdir voru til þátttöku í verkefni Reykjavíkurborgar um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa fengið fullgild lóðarvilyrði frá borginni. Rætt var um stöðu verkefnisins á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Þessi þrjú verkefni sem eru lengst komin eru á vegum félaganna Frambúðar, sem þróar byggð í Skerjafirði, Vaxtarhúss, sem hyggst byggja á Sjómannaskólareit, og Urðarsels sem fékk úthlutað reit í Úlfarsárdal. Til viðbótar hefur borgarráð samþykkt að veita fimm verkefnum aukinn frest til að tryggja fjármögnun eiginfjár sem er 20 prósent af áætluðum byggingarkostnaði. Félögin Þorpið og Hoffell sem eru að þróa hagkvæmt húsnæði í Gufunesi hafa þegar skilað gögnum um fjármögnun til borgarinnar. Samkvæmt áætlunum verkefnisins er gert ráð fyrir að umræddar framkvæmdir geti hafist á næstu 12 til 24 mánuðum. Hins vegar ákvað félagið Heimavellir að draga sig út úr verkefninu en það hafði fengið vilyrði fyrir reit á Veðurstofuhæð. Félagið Variat ákvað í kjölfarið að færa sitt verkefni frá Bryggjuhverfinu yfir á Veðurstofuhæð. Þá samþykkti borgarráð á fundi sínum að slíta viðræðum við félagið Abakus vegna uppbyggingar við Bryggjuhverfi þar sem engum gögnum hafði verið skilað innan tilskilins tímafrests. Verður öðrum teymum sem tóku þátt í verkefninu því boðið að koma að því verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24 Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15 Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þrír af þeim níu hópum sem valdir voru til þátttöku í verkefni Reykjavíkurborgar um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa fengið fullgild lóðarvilyrði frá borginni. Rætt var um stöðu verkefnisins á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Þessi þrjú verkefni sem eru lengst komin eru á vegum félaganna Frambúðar, sem þróar byggð í Skerjafirði, Vaxtarhúss, sem hyggst byggja á Sjómannaskólareit, og Urðarsels sem fékk úthlutað reit í Úlfarsárdal. Til viðbótar hefur borgarráð samþykkt að veita fimm verkefnum aukinn frest til að tryggja fjármögnun eiginfjár sem er 20 prósent af áætluðum byggingarkostnaði. Félögin Þorpið og Hoffell sem eru að þróa hagkvæmt húsnæði í Gufunesi hafa þegar skilað gögnum um fjármögnun til borgarinnar. Samkvæmt áætlunum verkefnisins er gert ráð fyrir að umræddar framkvæmdir geti hafist á næstu 12 til 24 mánuðum. Hins vegar ákvað félagið Heimavellir að draga sig út úr verkefninu en það hafði fengið vilyrði fyrir reit á Veðurstofuhæð. Félagið Variat ákvað í kjölfarið að færa sitt verkefni frá Bryggjuhverfinu yfir á Veðurstofuhæð. Þá samþykkti borgarráð á fundi sínum að slíta viðræðum við félagið Abakus vegna uppbyggingar við Bryggjuhverfi þar sem engum gögnum hafði verið skilað innan tilskilins tímafrests. Verður öðrum teymum sem tóku þátt í verkefninu því boðið að koma að því verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24 Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15 Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24
Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15
Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00