Ekkert enskt félag meðal fimm verðmætustu íþróttafélaga heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Stuðningsmenn Dallas Cowboys fá hér gjöf frá stjörnuhlaupara liðsins Ezekiel Elliott. Getty/Jim Cowsert Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys. NFL-liðið Dallas Cowboys er á toppnum fjórða árið í röð og Forbes segir að það sé nú virði fimm milljarða Bandaríkjadala eða 625 milljarða íslenskra króna. Bandaríkjamenn eiga einnig liðið í öðru sæti sem er hafnarboltafélagið New York Yankees sem er metið á 4,6 milljarða dala. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan spænsku knattspyrnufélögin Real Madrid og Barcelona. Efsta körfuboltafélagið er síðan NBA-liðið New York Knicks. New York Knicks á það sameiginlegt með Dallas Cowboys að vera metið svo verðmætt þrátt fyrir slakt gengi inn á vellinum sjálfum en Knicks hefur verið í hálfgerðum ruslflokki í NBA-deildinni undanfarin tímabil.The WORLD'S TOP 5 most valuable sports franchises. pic.twitter.com/NwSOOEVH93 — NBC Sports (@NBCSports) July 22, 2019Það þarf síðan að fara alla leið niður í sjötta sætið til að finna fyrsta enska knattspyrnufélagið en það er Manchester United sem er metið á 3.81 milljarða Bandaríkjadala. United er jafnframt eina enska félagið á topp tíu. Í sætum sjö til tíu eru NFL-liðin New England Patriots og New York Giants ásamt NBA-liðunum Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Jerry Jones eignaðist Dallas Cowboys árið 1989 og síðan hefur reksturinn blómstrað þótt að undanfarin ár hafi lítið gengið inn á vellinum sjálfum. Liðið varð síðast meistari árið 1995 en var þá að vinna í þriðja sinn á fjórum árum. Eitt af lykilatriðum í góðum rekstri Dallas Cowboys var bygging hins magnaða AT&T leikvangs sem er sá völlur sem skilar félagi meiri tekjum frá styrktaraðilum og sölu miða en nokkur annar leikvangur í bandarískum íþróttum. Næsta enska knattspyrnufélag á eftir Manchester United eru nágrannar þeirra í Manchester City sem eru í 25. sæti. Það eru þannig tíu NFL-félög á undan Manchester City á þessum lista eða Cowboys, Patriots, Giants, Los Angeles Rams, Washington Redskins, San Francisco 49ers, Chicago Bears, Houston Texans, New York Jets og Philadelphia Eagles. NFL-deildin á meira en helming félaganna á listanum en eigendur þeirra græða á tá og fingri þessa daganna vegna mikilla vinsælda og svo mjög hagstæðra sjónvarpssamninga. Tekjur NFL-deildarinnar af sjónvarpssamningum er í algjörum sérflokki hvað varðar íþróttafélög heimsins og líka í samanburði við ensku úrvalsdeildina sem fær þó miklar tekjur í gegnum sölu sjónvarpsréttar. Ensku knattspyrnufélögin meðal fimmtíu verðmætustu íþróttafélaga heims eru alls fimm. Manchester United (6. sæti) og Manchester City (25. sæti) eru þau einu meðal efstu 25 en hin á listanum eru Chelsea (32. sæti), Arsenal (42. sæti) og Liverpool (45. sæti). Það má sjá allan listann með því að smella hér. Enski boltinn NBA NFL Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys. NFL-liðið Dallas Cowboys er á toppnum fjórða árið í röð og Forbes segir að það sé nú virði fimm milljarða Bandaríkjadala eða 625 milljarða íslenskra króna. Bandaríkjamenn eiga einnig liðið í öðru sæti sem er hafnarboltafélagið New York Yankees sem er metið á 4,6 milljarða dala. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan spænsku knattspyrnufélögin Real Madrid og Barcelona. Efsta körfuboltafélagið er síðan NBA-liðið New York Knicks. New York Knicks á það sameiginlegt með Dallas Cowboys að vera metið svo verðmætt þrátt fyrir slakt gengi inn á vellinum sjálfum en Knicks hefur verið í hálfgerðum ruslflokki í NBA-deildinni undanfarin tímabil.The WORLD'S TOP 5 most valuable sports franchises. pic.twitter.com/NwSOOEVH93 — NBC Sports (@NBCSports) July 22, 2019Það þarf síðan að fara alla leið niður í sjötta sætið til að finna fyrsta enska knattspyrnufélagið en það er Manchester United sem er metið á 3.81 milljarða Bandaríkjadala. United er jafnframt eina enska félagið á topp tíu. Í sætum sjö til tíu eru NFL-liðin New England Patriots og New York Giants ásamt NBA-liðunum Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Jerry Jones eignaðist Dallas Cowboys árið 1989 og síðan hefur reksturinn blómstrað þótt að undanfarin ár hafi lítið gengið inn á vellinum sjálfum. Liðið varð síðast meistari árið 1995 en var þá að vinna í þriðja sinn á fjórum árum. Eitt af lykilatriðum í góðum rekstri Dallas Cowboys var bygging hins magnaða AT&T leikvangs sem er sá völlur sem skilar félagi meiri tekjum frá styrktaraðilum og sölu miða en nokkur annar leikvangur í bandarískum íþróttum. Næsta enska knattspyrnufélag á eftir Manchester United eru nágrannar þeirra í Manchester City sem eru í 25. sæti. Það eru þannig tíu NFL-félög á undan Manchester City á þessum lista eða Cowboys, Patriots, Giants, Los Angeles Rams, Washington Redskins, San Francisco 49ers, Chicago Bears, Houston Texans, New York Jets og Philadelphia Eagles. NFL-deildin á meira en helming félaganna á listanum en eigendur þeirra græða á tá og fingri þessa daganna vegna mikilla vinsælda og svo mjög hagstæðra sjónvarpssamninga. Tekjur NFL-deildarinnar af sjónvarpssamningum er í algjörum sérflokki hvað varðar íþróttafélög heimsins og líka í samanburði við ensku úrvalsdeildina sem fær þó miklar tekjur í gegnum sölu sjónvarpsréttar. Ensku knattspyrnufélögin meðal fimmtíu verðmætustu íþróttafélaga heims eru alls fimm. Manchester United (6. sæti) og Manchester City (25. sæti) eru þau einu meðal efstu 25 en hin á listanum eru Chelsea (32. sæti), Arsenal (42. sæti) og Liverpool (45. sæti). Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Enski boltinn NBA NFL Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira