Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla Andri Eysteinsson skrifar 23. júlí 2019 12:00 Undirskriftasöfnunin hófst fyrir viku. Skjáskot/Change.org „Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. Áskorunin, sem Eiturlyfjagengi yfirgefið Filippseyjar tafarlaust, (e. Drug Cartels Leave Philippines Now!) stendur fyrir felst í því að Íslendingar eru beðnir um að ættleiða metamfetamínfíkla og dópsala Filippseyja. Rúmlega 16.500 hafa lagt nafn sitt við áskorunina þegar þetta er skrifað. Ósætti með aðgerðir Íslands í Mannréttindaráði SÞ Undanfari áskorunarinnar er ályktun til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem Ísland var í forsvari fyrir fyrr í mánuðinum. Með samþykkt ályktunarinnar lýsir mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvetur stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem staðið hafa fyrir slíku. Viðbrögð stjórnvalda á Filippseyjum voru þó nokkur og hafa Íslendingar verið sakaðir um hræsni og sagðir handbendi eiturlyfjabaróna. Forseti Filippseyja, hinn umdeildi Rodrigo Duterte, hefur sagst íhuga alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland. Hann sagði þá einnig að Íslendingar skildu einfaldlega ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem Filippseyjar glímdu við. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema Ís. Það er vandamálið. Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís,“ sagði forsetinn Duterte um Ísland. Stuðningsmenn forsetans hér á landi hafa einnig látið óánægju sína í ljós, en hópur Filippseyinga hélt í síðustu viku á fund Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins. Þá sagði í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi með framgöngu sinni „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi.“Sjá einnig: Davíð segir Guðlaug Þór slá skjaldborg um filippseyska fíkniefnasala Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.Getty/Pool Mikið pláss á Íslandi til að taka við fólki Samþykkt ályktunarinnar hefur því vakið upp talsverð viðbrögð Filippseyinga eins og fjallað hefur verið um á undanförnum hálfum mánuði. Stuðningsmenn Duterte, sem tók við embætti árið 2016 hafa því efnt til áðurnefndrar undirskriftasöfnunar með það að markmiði að fá Ísland til að leysa vandamál landsins og taka við þeim aðilum sem tengjast eiturlyfjavandanum. Í undirskriftasöfnuninni segir: „Þar sem okkur líkar ekki við þau slæmu áhrif sem fíklarnir hafa á líf okkar, fjölskyldur, samfélag og landið okkar, styðjum við aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að halda landsmönnum öruggum. Við höfum tekið eftir því að á Íslandi búa einungis um 300.000 manns. Það þýðir að þar er mikið pláss til að taka við fleira fólki.Til að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar á Filippseyjum (af völdum metamfetamínfíkla, eiturlyfjasala og lögreglu sem hefur uppi í hárinu á þeim), getum við beðið ykkur um að standa við stóru orðin? Vinsamlegast ættleiðið og takið við eiturlyfjafíklunum okkar, dópsölunum og eiturlyfjagengjum.Vinsamlegast veitið þeim hæli í landinu ykkar. Það yrði okkur sönn ánægja að afla fjár til þess að standa að ferðakostnaði til þess að þeir komi til landsins ykkar, þar sem mannréttindi þeirra yrðu að fullu virt.Takk!“ „Ísland, látið okkur í friði - Ríkisstjórn Íslands er heimsk“ Undirskriftasöfnunin hófst fyrir viku síðan og á fimm dögum söfnuðust 15.000 undirskriftir. Fjöldi Filippseyinga hafa gert grein fyrir undirskrift sinni í ummælakerfi söfnunarinnar. Imamura Elizabeth skrifar: „Milljónir Filippseyinga styðja Duterte forseta. Ísland látið okkur í friði, ekki skipta ykkur af óviðkomandi málum.“ Marco Teofilo skrifar: „ Ég skrifa undir af því að ég trúi því að Írland[sic] sé betur sett til þess að takast á við vanda þessa fólks.“ Tommy Jordan segir: „Ég skrifa undir af því að ég tel Ríkisstjórn Íslands vera heimska,“ Eins og áður segir hafa tæplega 17.000 Filippseyingar skrifað undir áskorunina, íbúar landsins eru þó um 100 milljónir og því eingöngu um að ræða lítinn hluta landsmanna. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Mannréttindabrot og fríverslunarsamningur fari ekki saman Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að íslensk stjórnvöld hafi átt að bíða með að fullgilda fríverslunarsamning við Filippseyjar þar til ástandið í mannréttindamálum batnaði. 18. júlí 2019 15:04 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Segir ályktunina skorta víðtækan stuðning Í gær funduðu stuðningsmenn Duterte, forseta á Filippseyjum, með Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins. Fundurinn fór fram í skrifstofuhúsnæði Alþingis en auk Birgis voru þar á bilinu 20 til 30 Filippseyingar á öllum aldri. 18. júlí 2019 06:00 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
„Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org. Áskorunin, sem Eiturlyfjagengi yfirgefið Filippseyjar tafarlaust, (e. Drug Cartels Leave Philippines Now!) stendur fyrir felst í því að Íslendingar eru beðnir um að ættleiða metamfetamínfíkla og dópsala Filippseyja. Rúmlega 16.500 hafa lagt nafn sitt við áskorunina þegar þetta er skrifað. Ósætti með aðgerðir Íslands í Mannréttindaráði SÞ Undanfari áskorunarinnar er ályktun til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem Ísland var í forsvari fyrir fyrr í mánuðinum. Með samþykkt ályktunarinnar lýsir mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvetur stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem staðið hafa fyrir slíku. Viðbrögð stjórnvalda á Filippseyjum voru þó nokkur og hafa Íslendingar verið sakaðir um hræsni og sagðir handbendi eiturlyfjabaróna. Forseti Filippseyja, hinn umdeildi Rodrigo Duterte, hefur sagst íhuga alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland. Hann sagði þá einnig að Íslendingar skildu einfaldlega ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem Filippseyjar glímdu við. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema Ís. Það er vandamálið. Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís,“ sagði forsetinn Duterte um Ísland. Stuðningsmenn forsetans hér á landi hafa einnig látið óánægju sína í ljós, en hópur Filippseyinga hélt í síðustu viku á fund Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins. Þá sagði í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi með framgöngu sinni „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi.“Sjá einnig: Davíð segir Guðlaug Þór slá skjaldborg um filippseyska fíkniefnasala Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.Getty/Pool Mikið pláss á Íslandi til að taka við fólki Samþykkt ályktunarinnar hefur því vakið upp talsverð viðbrögð Filippseyinga eins og fjallað hefur verið um á undanförnum hálfum mánuði. Stuðningsmenn Duterte, sem tók við embætti árið 2016 hafa því efnt til áðurnefndrar undirskriftasöfnunar með það að markmiði að fá Ísland til að leysa vandamál landsins og taka við þeim aðilum sem tengjast eiturlyfjavandanum. Í undirskriftasöfnuninni segir: „Þar sem okkur líkar ekki við þau slæmu áhrif sem fíklarnir hafa á líf okkar, fjölskyldur, samfélag og landið okkar, styðjum við aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að halda landsmönnum öruggum. Við höfum tekið eftir því að á Íslandi búa einungis um 300.000 manns. Það þýðir að þar er mikið pláss til að taka við fleira fólki.Til að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar á Filippseyjum (af völdum metamfetamínfíkla, eiturlyfjasala og lögreglu sem hefur uppi í hárinu á þeim), getum við beðið ykkur um að standa við stóru orðin? Vinsamlegast ættleiðið og takið við eiturlyfjafíklunum okkar, dópsölunum og eiturlyfjagengjum.Vinsamlegast veitið þeim hæli í landinu ykkar. Það yrði okkur sönn ánægja að afla fjár til þess að standa að ferðakostnaði til þess að þeir komi til landsins ykkar, þar sem mannréttindi þeirra yrðu að fullu virt.Takk!“ „Ísland, látið okkur í friði - Ríkisstjórn Íslands er heimsk“ Undirskriftasöfnunin hófst fyrir viku síðan og á fimm dögum söfnuðust 15.000 undirskriftir. Fjöldi Filippseyinga hafa gert grein fyrir undirskrift sinni í ummælakerfi söfnunarinnar. Imamura Elizabeth skrifar: „Milljónir Filippseyinga styðja Duterte forseta. Ísland látið okkur í friði, ekki skipta ykkur af óviðkomandi málum.“ Marco Teofilo skrifar: „ Ég skrifa undir af því að ég trúi því að Írland[sic] sé betur sett til þess að takast á við vanda þessa fólks.“ Tommy Jordan segir: „Ég skrifa undir af því að ég tel Ríkisstjórn Íslands vera heimska,“ Eins og áður segir hafa tæplega 17.000 Filippseyingar skrifað undir áskorunina, íbúar landsins eru þó um 100 milljónir og því eingöngu um að ræða lítinn hluta landsmanna.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Mannréttindabrot og fríverslunarsamningur fari ekki saman Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að íslensk stjórnvöld hafi átt að bíða með að fullgilda fríverslunarsamning við Filippseyjar þar til ástandið í mannréttindamálum batnaði. 18. júlí 2019 15:04 Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30 Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Segir ályktunina skorta víðtækan stuðning Í gær funduðu stuðningsmenn Duterte, forseta á Filippseyjum, með Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins. Fundurinn fór fram í skrifstofuhúsnæði Alþingis en auk Birgis voru þar á bilinu 20 til 30 Filippseyingar á öllum aldri. 18. júlí 2019 06:00 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Mannréttindabrot og fríverslunarsamningur fari ekki saman Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að íslensk stjórnvöld hafi átt að bíða með að fullgilda fríverslunarsamning við Filippseyjar þar til ástandið í mannréttindamálum batnaði. 18. júlí 2019 15:04
Þingmaður segir Íslendinga „drepa“ fleiri með þungunarrofi en fíkniefnastríðið Filippseyskum stjórnvöldum er enn ekki runnin reiðin eftir að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu Íslands um að fíkniefnastríðið þar skyldi rannsakað. 15. júlí 2019 07:30
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Segir ályktunina skorta víðtækan stuðning Í gær funduðu stuðningsmenn Duterte, forseta á Filippseyjum, með Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins. Fundurinn fór fram í skrifstofuhúsnæði Alþingis en auk Birgis voru þar á bilinu 20 til 30 Filippseyingar á öllum aldri. 18. júlí 2019 06:00
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga Margir viðmælendanna við vildu hvorki koma fram undir nafni né á mynd af ótta við afleiðingar í ættlandinu. 16. júlí 2019 06:15