Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2019 19:00 Blaðamaður New York times segir það ekki koma á óvart að Michele hafi skotið upp kollinum á Íslandi nordicphotos/getty Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er kaupandi eigna úr þrotabúinu kaupsýslukonan Michelle Ballarin og bandarískt félag hennar Oasis Aviation Group. Fram hefur komið að kaupandinn hyggist stofna lággjaldaflugfélag á grunni WOW air. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Mark Mazzetti, blaðamaður á New York Times, hefur fjallað mikið um Michelle Ballarin, bæði í blaðagreinum og í bók sinni The Way of the Knife. Hann segir tilraunir Michele til að miðla málum á milli úkraínskra sjórnvalda og sómalskra sjóræningja um aldamótin hafa vakið athygli sína.Mark Mazzetti, blaðamaður hjá New York TimesEinstakur persónuleiki Þá hafi hún notið mikilla vinsælda í Sómalíu og þar sem heimamenn kalla hana prinsessu. „Hún var staðráðin í að „laga Sómalíu“ eins og hún orðaði það. Henni tókst að komast til áhrifa hjá hópi sómalskra stjórnmálamanna og einnig hjá vissum bandarískum stjórnmálamönnum. Hún virðist hafa lag á að fá aðgang að ýmsum sviðum með vissri seiglu og kannski vissum persónutöfrum. Ég held að hún sé einstakur karakter,“ segir Mark. Árið 1986 bauð Michele sig fram til þings fyrir Repúblíkana í Vestur-Virginiu en hlaut ekki brautargengi. Mark segir að eftir það hafi hún byrjað að fjárfesta. Helsti samstarfsfélagi hennar í gegnum tíðina sé fyrrverandi hermaður úr sérsveitum bandaríkjahers.Michelle skjóti upp kolli á ólíklegustu stöðum Árið 2009 leitaði Michele til varnarmálaráðuneytis Bandríkjanna þar sem hún lagði til að hún gæti safnað persónuupplýsingum um fólk í Sómalíu í gegn um hjálparstarf sitt þar í þeim tilgangi að koma upp um hryðjuverkasamtök. Ráðuneytið veitti henni tvö hundruð þúsund bandaríkjadali í verkefnið. „Hér er manneskja sem býr í hestalandinu Virginíu, hefur engan bakgrunn hvað varðar aðgerðir gegn hryðjuverkum og samt fékk hún áheyrn innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þessum tíma,“ segir Mark og bætir við að verkefnið hafi hins vegar ekki skilað árangri og var hætt. Michele er í stjórn fleiri félaga, til dæmis Select Armor sem framleiðir skotheld vesti. Mark segir að nafn Michele eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Hann kveðst forvitinn um hver viðskiptaáform hennar séu hér á landi. „Ég held að það hafi verið mikið skrifað um hana þar sem fólk geldur varhug við því um hvað hún semur eða hvernig hún semur eða hvað kynni að vera á bak við þessar samningaviðræður. En núna virðist kominn skriður á þetta svo við sjáum hvað gerist. Ég er vissulega mjög forvitinn að vita hvað hún ætlar sér að gera með flugfélagið og eignirnar“ segir Mark. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er kaupandi eigna úr þrotabúinu kaupsýslukonan Michelle Ballarin og bandarískt félag hennar Oasis Aviation Group. Fram hefur komið að kaupandinn hyggist stofna lággjaldaflugfélag á grunni WOW air. Oasis Aviaton Group sinnir leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Mark Mazzetti, blaðamaður á New York Times, hefur fjallað mikið um Michelle Ballarin, bæði í blaðagreinum og í bók sinni The Way of the Knife. Hann segir tilraunir Michele til að miðla málum á milli úkraínskra sjórnvalda og sómalskra sjóræningja um aldamótin hafa vakið athygli sína.Mark Mazzetti, blaðamaður hjá New York TimesEinstakur persónuleiki Þá hafi hún notið mikilla vinsælda í Sómalíu og þar sem heimamenn kalla hana prinsessu. „Hún var staðráðin í að „laga Sómalíu“ eins og hún orðaði það. Henni tókst að komast til áhrifa hjá hópi sómalskra stjórnmálamanna og einnig hjá vissum bandarískum stjórnmálamönnum. Hún virðist hafa lag á að fá aðgang að ýmsum sviðum með vissri seiglu og kannski vissum persónutöfrum. Ég held að hún sé einstakur karakter,“ segir Mark. Árið 1986 bauð Michele sig fram til þings fyrir Repúblíkana í Vestur-Virginiu en hlaut ekki brautargengi. Mark segir að eftir það hafi hún byrjað að fjárfesta. Helsti samstarfsfélagi hennar í gegnum tíðina sé fyrrverandi hermaður úr sérsveitum bandaríkjahers.Michelle skjóti upp kolli á ólíklegustu stöðum Árið 2009 leitaði Michele til varnarmálaráðuneytis Bandríkjanna þar sem hún lagði til að hún gæti safnað persónuupplýsingum um fólk í Sómalíu í gegn um hjálparstarf sitt þar í þeim tilgangi að koma upp um hryðjuverkasamtök. Ráðuneytið veitti henni tvö hundruð þúsund bandaríkjadali í verkefnið. „Hér er manneskja sem býr í hestalandinu Virginíu, hefur engan bakgrunn hvað varðar aðgerðir gegn hryðjuverkum og samt fékk hún áheyrn innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þessum tíma,“ segir Mark og bætir við að verkefnið hafi hins vegar ekki skilað árangri og var hætt. Michele er í stjórn fleiri félaga, til dæmis Select Armor sem framleiðir skotheld vesti. Mark segir að nafn Michele eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum. Hann kveðst forvitinn um hver viðskiptaáform hennar séu hér á landi. „Ég held að það hafi verið mikið skrifað um hana þar sem fólk geldur varhug við því um hvað hún semur eða hvernig hún semur eða hvað kynni að vera á bak við þessar samningaviðræður. En núna virðist kominn skriður á þetta svo við sjáum hvað gerist. Ég er vissulega mjög forvitinn að vita hvað hún ætlar sér að gera með flugfélagið og eignirnar“ segir Mark.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira