Nýr Herjólfur siglir mögulega fyrr en búist var við Sighvatur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 12:00 Vonir eru bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í gagnið fyrr en talið var. Stór dekk hafa verið flutt til Vestmannaeyja svo nýja ferjan geti lagst að bryggju þar. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur ekki fengið skýr svör um siglingar nýja Herjólfs og hefur samið við ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum um að sigla með fólk ásamt Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í tengslum við Þjóðhátíð. Tæpar sex vikur eru liðnar frá því að nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja. Í síðustu viku var hætt við að taka nýju ferjuna í gagnið þar sem ekki var lokið nauðsynlegum breytingum á viðlegukanti Herjólfs á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn. Búist var við að framkvæmdir við bryggjukantinn í Eyjum stæðu yfir í nokkrar vikur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í morgun eru vonir bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í notkun fyrr. Frekari upplýsingar um tímaramma verða veittar síðar í dag. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að tímabundinni lausn með því að notast við stærri dekk en áður við bryggjukantinn.Teistan var nýlega keypt til útsýnissiglinga við Vestmannaeyjar.Mynd/Boat ToursTeistan siglir líka á Þjóðhátíð Níu dagar eru til Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Hugmyndir hafa verið uppi um að nýta báða Herjólfa í siglingum milli lands og Eyja á föstudegi og mánudegi verslunarmannahelgarinnar. Þannig mætti flytja ríflega þúsund farþega til viðbótar til og frá Eyjum. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir að leitað verði annarra leiða. „Við vonuðumst lengi eftir að báðir Herjólfarnir myndu geta siglt en við höfum ekki fengið nógu jákvæð viðbrögð með það. Þannig að við fórum á stúfana og þetta er niðurstaðan, Boat Tours hér í Vestmannaeyjum ætlar að sigla frá Landeyjahöfn á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi.“46 farþegar í hverri ferð Laila Sæunn Pétursdóttir hjá fyrirtækinu Boat Tours í Vestmannaeyjum segir að Samgöngustofa hafi veitt leyfi fyrir siglingum bátsins milli Landeyjahafnar og Eyja. Fyrirtækið sjái um siglingarnar fyrir ÍBV vegna Þjóðhátíðar. Báturinn heitir Teistan og var nýlega keyptur til landsins vegna útsýnissiglinga í Eyjum. Hörður Orri hjá ÍBV segir að Teistan geti flutt 46 farþega.En það er töluvert minna en ef báðir Herjólfar myndu sigla? „Já, en það hafa aldrei verið tveir Herjólfar í áætlun hér á Þjóðhátíð í Eyjum hingað til. Auðvitað hefði það verið skemmtileg viðbót að fá eina til tvær ferðir á þessum tímum. Þetta er staða sem hefur komið upp áður, við höfum áður fengið skip til að sigla hérna á milli lands og Eyja. Þetta er það sem við erum að reyna að gera til að bregðast við þessari eftirspurn sem virðist vera á miðum hingað til Eyja,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV. Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Vonir eru bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í gagnið fyrr en talið var. Stór dekk hafa verið flutt til Vestmannaeyja svo nýja ferjan geti lagst að bryggju þar. Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hefur ekki fengið skýr svör um siglingar nýja Herjólfs og hefur samið við ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjum um að sigla með fólk ásamt Herjólfi milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í tengslum við Þjóðhátíð. Tæpar sex vikur eru liðnar frá því að nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja. Í síðustu viku var hætt við að taka nýju ferjuna í gagnið þar sem ekki var lokið nauðsynlegum breytingum á viðlegukanti Herjólfs á Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn. Búist var við að framkvæmdir við bryggjukantinn í Eyjum stæðu yfir í nokkrar vikur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í morgun eru vonir bundnar við að hægt verði að taka nýjan Herjólf í notkun fyrr. Frekari upplýsingar um tímaramma verða veittar síðar í dag. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði í samtali við fréttastofu í morgun að unnið væri að tímabundinni lausn með því að notast við stærri dekk en áður við bryggjukantinn.Teistan var nýlega keypt til útsýnissiglinga við Vestmannaeyjar.Mynd/Boat ToursTeistan siglir líka á Þjóðhátíð Níu dagar eru til Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Hugmyndir hafa verið uppi um að nýta báða Herjólfa í siglingum milli lands og Eyja á föstudegi og mánudegi verslunarmannahelgarinnar. Þannig mætti flytja ríflega þúsund farþega til viðbótar til og frá Eyjum. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir að leitað verði annarra leiða. „Við vonuðumst lengi eftir að báðir Herjólfarnir myndu geta siglt en við höfum ekki fengið nógu jákvæð viðbrögð með það. Þannig að við fórum á stúfana og þetta er niðurstaðan, Boat Tours hér í Vestmannaeyjum ætlar að sigla frá Landeyjahöfn á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi.“46 farþegar í hverri ferð Laila Sæunn Pétursdóttir hjá fyrirtækinu Boat Tours í Vestmannaeyjum segir að Samgöngustofa hafi veitt leyfi fyrir siglingum bátsins milli Landeyjahafnar og Eyja. Fyrirtækið sjái um siglingarnar fyrir ÍBV vegna Þjóðhátíðar. Báturinn heitir Teistan og var nýlega keyptur til landsins vegna útsýnissiglinga í Eyjum. Hörður Orri hjá ÍBV segir að Teistan geti flutt 46 farþega.En það er töluvert minna en ef báðir Herjólfar myndu sigla? „Já, en það hafa aldrei verið tveir Herjólfar í áætlun hér á Þjóðhátíð í Eyjum hingað til. Auðvitað hefði það verið skemmtileg viðbót að fá eina til tvær ferðir á þessum tímum. Þetta er staða sem hefur komið upp áður, við höfum áður fengið skip til að sigla hérna á milli lands og Eyja. Þetta er það sem við erum að reyna að gera til að bregðast við þessari eftirspurn sem virðist vera á miðum hingað til Eyja,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV.
Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30
Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. 19. júlí 2019 09:15
Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37