Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 11:56 Mueller þegar hann mætti í þinghúsið nú í morgun. AP/Susan Walsh Fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins svarar í fyrsta skipti spurningum bandarískra þingmanna um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og tilraunum hans til að hindra framgang réttvísinnar í dag. Hægt er að fylgjast með vitnisburði Roberts Mueller í beinni útsendingu á Vísi. Vitnisburður Mueller hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hóst klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Hann kemur fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Í upphafsávarpi sínu sagði Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós „umfangsmiklar og kerfisbundnar“ tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og ekki hafi verið sýnt fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump. Ransóknin á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið „einstaklega mikilvæg“. „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ sagði Mueller. Spurður að því hvort hægt væri að ákæra Trump þegar hann léti af embætti svaraði Mueller því játandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Mueller hefur þurft að svara spurningum um rannsóknina. Hann hefur aðeins tjáð sig einu sinni áður opinberlega um niðurstöður hennar. Það gerði hann á blaðamannafundi 29. maí þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi ekki þurfa bera vitni fyrir þingnefnd og vísaði til skýrslunnar sem vitnisburðar síns. Mueller hefur að minnsta kosti í tvígang ítrekað þann skilning sinn að þó að álit dómsmálaráðuneytisins þýddi að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta þá væri hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti. Demókratar hafa fram að þessu reynt að fá Mueller til að staðfesta skilning sinn á hlutum skýrslunnar um hindrun framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar hafa aftur á móti reynt að kasta rýrð á trúverðugleika Mueller og rannsóknarinnar. Mueller hefur á móti nær algerlega haldið sig við að vísa til þess sem stendur í skýrslu hans, staðfest atriði sem koma fram í henni eða sagst ekki geta tjáð sig um einstök atriði. Niðurstaða skýrslu Mueller var að ekki væri sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Lagalegt álit dómsmálaráðuneytisins segði að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta og því hefði það ekki komið til skoðunar. Lýsti Mueller í staðinn ellefu atriðum sem gætu túlkast sem lögbrot forsetans. Alls ákærði Mueller 26 manns og nokkur fyrirtæki í tengslum við rannsóknina. Þar á meðal voru fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri hans og aðstoðarkosningastjóri, fyrrverandi utanríkisráðgjafi auk Rússa sem voru sakaðir um að standa fyrir samfélagsmiðlaherferð til að hafa áhrif á bandaríska kjósendur í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins svarar í fyrsta skipti spurningum bandarískra þingmanna um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og tilraunum hans til að hindra framgang réttvísinnar í dag. Hægt er að fylgjast með vitnisburði Roberts Mueller í beinni útsendingu á Vísi. Vitnisburður Mueller hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hóst klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Hann kemur fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Í upphafsávarpi sínu sagði Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós „umfangsmiklar og kerfisbundnar“ tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og ekki hafi verið sýnt fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump. Ransóknin á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið „einstaklega mikilvæg“. „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ sagði Mueller. Spurður að því hvort hægt væri að ákæra Trump þegar hann léti af embætti svaraði Mueller því játandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Mueller hefur þurft að svara spurningum um rannsóknina. Hann hefur aðeins tjáð sig einu sinni áður opinberlega um niðurstöður hennar. Það gerði hann á blaðamannafundi 29. maí þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi ekki þurfa bera vitni fyrir þingnefnd og vísaði til skýrslunnar sem vitnisburðar síns. Mueller hefur að minnsta kosti í tvígang ítrekað þann skilning sinn að þó að álit dómsmálaráðuneytisins þýddi að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta þá væri hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti. Demókratar hafa fram að þessu reynt að fá Mueller til að staðfesta skilning sinn á hlutum skýrslunnar um hindrun framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar hafa aftur á móti reynt að kasta rýrð á trúverðugleika Mueller og rannsóknarinnar. Mueller hefur á móti nær algerlega haldið sig við að vísa til þess sem stendur í skýrslu hans, staðfest atriði sem koma fram í henni eða sagst ekki geta tjáð sig um einstök atriði. Niðurstaða skýrslu Mueller var að ekki væri sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Lagalegt álit dómsmálaráðuneytisins segði að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta og því hefði það ekki komið til skoðunar. Lýsti Mueller í staðinn ellefu atriðum sem gætu túlkast sem lögbrot forsetans. Alls ákærði Mueller 26 manns og nokkur fyrirtæki í tengslum við rannsóknina. Þar á meðal voru fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri hans og aðstoðarkosningastjóri, fyrrverandi utanríkisráðgjafi auk Rússa sem voru sakaðir um að standa fyrir samfélagsmiðlaherferð til að hafa áhrif á bandaríska kjósendur í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23