De Ligt með sjálfsmark í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Juve en Ronaldo og Buffon komu til bjargar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 13:45 Matthijs de Ligt. EPA/WALLACE WOON Juventus og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Nanjing í Kína. Juventus vann síðan 4-3 í vítakeppni þar sem Gianluigi Buffon varði þrjú víti. Bæði ítölsku liðin tefla fram nýjum ítölskum stjórum sem höfðu báðir reynt fyrir sér í enska boltanum. Þetta eru þeir Maurizio Sarri hjá Juventus og Antonio Conte hjá Internazionale. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í International Champions Cup og eru því án sigurs eftir tvo fyrstu leiki undirbúningstímabilsins. Cristiano Ronaldo tryggði Juventus liðinu jafntefli með marki beint úr aukaspyrnu 22 mínútum fyrir leikslok. Það var mikill hiti og raki í Nanjing sem gerði leikmönnum mjög erfitt fyrir. Hinn 41 árs gamli Gianluigi Buffon kom í mark Juventus í hálfleik fyrir Wojciech Szczesny og hélt marki sínu hreinu. Buffon varði síðan þrjú víti frá leikmönnum Inter í vítakeppninni. Hollenski táningurinn Matthijs de Ligt var í fyrsta sinn í byrjunarliði Juventus og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir tíu mínútna leik. De Ligt sendi þá boltann í eigið mark út markteignum eftir að Roberto Gagliardini hafði skallað áfram hornspyrnu Stefano Sensi. Internazionale var 1-0 yfir í hálfleik en það var líf í Juve mönnum í upphafi seinni hálfleik og í framhaldinu var kínverski dómarinn við það að missa stjórn á leiknum. Hann fékk þó menn til að halda áfram að spila fótbolta. Cristiano Ronaldo jafnaði síðan metin á 68. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Ronaldo var við vinstri horn vítateigsins en skot hans fór af varnarmanni og datt niður í fjærhornið. Cristiano Ronaldo hefur þar með skorað í tveimur fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins því hann skoraði einnig í 2-3 tapinu á móti Tottenham. Juventus ferillinn er ekki að byrja allt of vel hjá Hollendingnum Matthijs de Ligt. De Ligt hafði komið inn á móti Tottenham þegar liðið var 2-1 yfir og aðeins 27 mínútur eftir. Tottenham skoraði tvö mörk á þessum mínútum og vann leikinn 3-2. Að þessu sinni spilaði Matthijs de Ligt aðeins fyrri hálfleikinn og Juventus tapaði honum 1-0. De Ligt var tekinn af velli í hálfleik. Juventus spilar næst á föstudaginn á móti stjörnuliði úr suður-kóresku deildinni en þriðji leikur liðsins í International Champions Cup verður á móti Atlético Madrid 10. ágúst. Internazionale tapaði 1-0 á móti Manchester United í fyrsta leik sínum í ICC en mætir næst Tottenham Hotspur 4. ágúst næstkomandi.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Joao CanceloGianluigi Buffon varði víti frá Andrea Ranocchia 2-0 Cristiano Ronaldo 2-1 George PușcașGianluigi Buffon víti frá Samuele Longo 3-1 Emre Can 3-2 João Mário Adrien Rabiot skaut yfir 3-3 Nicolo Barella Federico Bernardeschi skaut í sláGianluigi Buffon varði víti frá Borja Valero 4-3 Merih Demiral Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
Juventus og Internazionale gerðu 1-1 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Nanjing í Kína. Juventus vann síðan 4-3 í vítakeppni þar sem Gianluigi Buffon varði þrjú víti. Bæði ítölsku liðin tefla fram nýjum ítölskum stjórum sem höfðu báðir reynt fyrir sér í enska boltanum. Þetta eru þeir Maurizio Sarri hjá Juventus og Antonio Conte hjá Internazionale. Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í International Champions Cup og eru því án sigurs eftir tvo fyrstu leiki undirbúningstímabilsins. Cristiano Ronaldo tryggði Juventus liðinu jafntefli með marki beint úr aukaspyrnu 22 mínútum fyrir leikslok. Það var mikill hiti og raki í Nanjing sem gerði leikmönnum mjög erfitt fyrir. Hinn 41 árs gamli Gianluigi Buffon kom í mark Juventus í hálfleik fyrir Wojciech Szczesny og hélt marki sínu hreinu. Buffon varði síðan þrjú víti frá leikmönnum Inter í vítakeppninni. Hollenski táningurinn Matthijs de Ligt var í fyrsta sinn í byrjunarliði Juventus og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir tíu mínútna leik. De Ligt sendi þá boltann í eigið mark út markteignum eftir að Roberto Gagliardini hafði skallað áfram hornspyrnu Stefano Sensi. Internazionale var 1-0 yfir í hálfleik en það var líf í Juve mönnum í upphafi seinni hálfleik og í framhaldinu var kínverski dómarinn við það að missa stjórn á leiknum. Hann fékk þó menn til að halda áfram að spila fótbolta. Cristiano Ronaldo jafnaði síðan metin á 68. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Ronaldo var við vinstri horn vítateigsins en skot hans fór af varnarmanni og datt niður í fjærhornið. Cristiano Ronaldo hefur þar með skorað í tveimur fyrstu leikjum undirbúningstímabilsins því hann skoraði einnig í 2-3 tapinu á móti Tottenham. Juventus ferillinn er ekki að byrja allt of vel hjá Hollendingnum Matthijs de Ligt. De Ligt hafði komið inn á móti Tottenham þegar liðið var 2-1 yfir og aðeins 27 mínútur eftir. Tottenham skoraði tvö mörk á þessum mínútum og vann leikinn 3-2. Að þessu sinni spilaði Matthijs de Ligt aðeins fyrri hálfleikinn og Juventus tapaði honum 1-0. De Ligt var tekinn af velli í hálfleik. Juventus spilar næst á föstudaginn á móti stjörnuliði úr suður-kóresku deildinni en þriðji leikur liðsins í International Champions Cup verður á móti Atlético Madrid 10. ágúst. Internazionale tapaði 1-0 á móti Manchester United í fyrsta leik sínum í ICC en mætir næst Tottenham Hotspur 4. ágúst næstkomandi.Vítaspyrnukeppnin: 1-0 Joao CanceloGianluigi Buffon varði víti frá Andrea Ranocchia 2-0 Cristiano Ronaldo 2-1 George PușcașGianluigi Buffon víti frá Samuele Longo 3-1 Emre Can 3-2 João Mário Adrien Rabiot skaut yfir 3-3 Nicolo Barella Federico Bernardeschi skaut í sláGianluigi Buffon varði víti frá Borja Valero 4-3 Merih Demiral
Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira