Eiríkur hæfastur í Landsrétt Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2019 13:55 Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ, var einn fjögurra sem Sigríður Á. Andersen tók af lista dómnefndar. VÍSIR/EYÞÓR Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. Þetta herma heimildir Kjarnans. Eiríkur var jafnframt á meðal 15 hæfustu umsækjendanna sem sóttu um dómarastöðu áður en Landsréttur tók til starfa. Hann var hins vegar í hópi þeirra fjögurra umsækjenda sem þáverandi dómsmálaráðherra skipti út. Umrædd dómarastaða, sem Eiríkur þykir hæfastur til að gegna, losnaði þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað í maí að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Alls sóttu átta einstaklingar um stöðu hans, þeirra á meðal voru þrjú af þeim fjórum sem dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, tók af lista hæfnisnefndar í aðdraganda þess að millidómstigið tók til starfa, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar.Sjá einnig: Eiríkur krefur íslenska ríkið um bætur Það var þó Alþingi sem samþykkti tillögur Sigríðar um 15 dómara við Landrétt, eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, fyrrnefndur Eiríkur Jónsson, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Vilhjálmur eldri segir starfi sínu lausu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 2019. 3. maí 2019 12:03 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. Þetta herma heimildir Kjarnans. Eiríkur var jafnframt á meðal 15 hæfustu umsækjendanna sem sóttu um dómarastöðu áður en Landsréttur tók til starfa. Hann var hins vegar í hópi þeirra fjögurra umsækjenda sem þáverandi dómsmálaráðherra skipti út. Umrædd dómarastaða, sem Eiríkur þykir hæfastur til að gegna, losnaði þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ákvað í maí að segja starfi sínu lausu og setjast í helgan stein. Alls sóttu átta einstaklingar um stöðu hans, þeirra á meðal voru þrjú af þeim fjórum sem dómsmálaráðherrann, Sigríður Á. Andersen, tók af lista hæfnisnefndar í aðdraganda þess að millidómstigið tók til starfa, ákvörðun sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Sigríður sagði af sér eftir að Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hefði ekki verið í samræmi við lög. Ráðherra hefði hundsað reglur og var dómurinn afdráttarlaus: Aðgerð hennar var sagt svívirðileg brot á reglum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, úr ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins, tók við ráðuneyti Sigríðar.Sjá einnig: Eiríkur krefur íslenska ríkið um bætur Það var þó Alþingi sem samþykkti tillögur Sigríðar um 15 dómara við Landrétt, eftir að fjórar breytingar höfðu verið gerðar á tillögu hæfnisnefndar. Út fóru Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, fyrrnefndur Eiríkur Jónsson, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Inn komu héraðsdómararnir Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir. Þau sem duttu út af listanum voru í 7., 11., 12. og 14. sæti dómnefndar. Þau sem komu inn voru í 17., 18., 23. og 30. sæti á listanum. Athygli vakti fall Eiríks sem var metinn sjöundi hæfastur af dómnefndinni en hlaut ekki náð fyrir augum ráðherra. Þá vekur ris Jóns Finnbjörnssonar úr 30. sæti, því fjórða neðsta að mati dómnefndar, í dómarasæti athygli vegna tengsla hans við ráðherra. Sömuleiðis innkoma Arnfríðar Einarsdóttur sem er eiginkona Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05 Vilhjálmur eldri segir starfi sínu lausu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 2019. 3. maí 2019 12:03 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29
Landsréttardómarar sækja um stöðu dómara við Landsrétt Umsækjendur um lausa stöðu við Landsrétt eru átta að tölu. 22. maí 2019 16:05
Vilhjálmur eldri segir starfi sínu lausu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 2019. 3. maí 2019 12:03