Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 11:29 Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ, var einn fjögurra sem Sigríður Á. Andersen tók af lista dómnefndar. vísir/eyþór Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Eiríkur var einn þeirra fimmtán sem dómnefnd lagði til að skipaður yrði í Landsrétt. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á tillögu nefndarinnar og var Eiríkur einn hinna fjögurra sem skipt var út. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Tveir hinna fjögurra, lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson, stefndu ríkinu fyrr á árinu. Lauk málinu í Hæstarétti fyrr í mánuðinum með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísað meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað þriðji umsækjandinn sem Sigríður skipti út af lista dómnefndar, héraðsdómarinn Jón Höskuldsson, að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Eiríkur Jónsson varð fertugur á árinu og á 27 ár eftir á vinnumarkaði sé miðað við hefðbundinn eftirlaunaaldur. Auk þess eru laun lagaprófessora við háskólastofnun önnur og lægri en héraðsdómara. Þá eru þau, samkvæmt upplýsingum af vef félags prófessora, líklega um einni milljón lægri en laun dómara við Landsrétt, sem eru um 1,7 milljón króna. Eiríkur gæti því sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum og eru þá ekki taldar með lífeyrisgreiðslur. Ekki er gerð nein krafa um upphæð í stefnu Eiríks. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu að stefnan hefði verið send ríkinu í gær en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hafa því allir fjórir umsækjendurnir sem dómsmálaráðherra skipti út af lista dómnefndarinnar stefnt ríkinu. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Eiríkur var einn þeirra fimmtán sem dómnefnd lagði til að skipaður yrði í Landsrétt. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á tillögu nefndarinnar og var Eiríkur einn hinna fjögurra sem skipt var út. Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen.Vísir/Garðar Tveir hinna fjögurra, lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson, stefndu ríkinu fyrr á árinu. Lauk málinu í Hæstarétti fyrr í mánuðinum með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísað meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað þriðji umsækjandinn sem Sigríður skipti út af lista dómnefndar, héraðsdómarinn Jón Höskuldsson, að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Eiríkur Jónsson varð fertugur á árinu og á 27 ár eftir á vinnumarkaði sé miðað við hefðbundinn eftirlaunaaldur. Auk þess eru laun lagaprófessora við háskólastofnun önnur og lægri en héraðsdómara. Þá eru þau, samkvæmt upplýsingum af vef félags prófessora, líklega um einni milljón lægri en laun dómara við Landsrétt, sem eru um 1,7 milljón króna. Eiríkur gæti því sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum og eru þá ekki taldar með lífeyrisgreiðslur. Ekki er gerð nein krafa um upphæð í stefnu Eiríks. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu að stefnan hefði verið send ríkinu í gær en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hafa því allir fjórir umsækjendurnir sem dómsmálaráðherra skipti út af lista dómnefndarinnar stefnt ríkinu.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42