Telja Rússa hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi allra ríkja Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 10:12 Kjósendur greiða atkvæði í þingkosningum í nóvember. Rússar eru enn taldir reyna að skipta sér af bandarískum kosningum eins og þeir gerðu árið 2016. Vísir/EPA Kosningakerfi allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna urðu líklega fyrir einhvers konar árásum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og kerfin eru enn illa varinn fyrir kosningarnar á næsta ári. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um afskipti Rússa af kosningunum fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að nefndin telji að afskipti Rússa af kosningunum hafi hafist þegar árið 2014 og staðið fram á 2017 segir hún engar vísbendingar um að hróflað hafi verið við atkvæðum eða að átt hafi verið við kosningavélar. Engu að síður telja bandarískir embættismenn að útsendarar rússneskra stjórvalda hafi að líkindum „skannað“ kerfi allra ríkja Bandaríkjanna. Þeir hafi meðal annars farið yfir vefsíður sem tengjast kosningum, upplýsingar um skilríki kjósenda, hugbúnað kosningakerfa og fyrirtæki sem þjónusta kosningakerfi, að sögn Washington Post. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð alríkisstjórnarinnar við ógninni hafi verið óviðunandi. Hún hafi ekki gert ríkjunum grein fyrir hættunni og alvarleika hennar. Hvetur hún heimavarnaráðuneytið til að bæta samhæfingu sína við ríkin. Áður hafði heimavarnaráðuneytið greint frá því að tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml hefðu reynt að hakka sig inn í kerfi 21 ríkis fyrir kosningarnar árið 2016.Fleiri ríki að þróa sömu aðferðir Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, varaði sérstaklega við hættunni á afskiptum Rússa af bandarískum kosningum þegar hann kom fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildarinnar á miðvikudag. Lýsti hann hættunni sem einni þeirri mestu gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna sem hann hefði séð á starfsferli sínum. Varaði hann við því að fleiri ríki reyndu nú að þróa getu til að leika eftir það sem Rússar gerðu. „Þetta var ekki einstök tilraun. Þeir eru að þessu sem við sitjum hér og þeir búast við því að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller við þingmenn um afskipti Rússa. Donald Trump forseti hefur gert lítið úr afskiptum Rússa af kosningunum og ítrekað tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Á G20-fundinum í Japan í júní virtist Trump gera grín að ásökunum um afskipti Rússa af kosningunum á fundi með Pútín.„Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump kíminn og benti á Pútín þegar bandarískir blaðamenn spurðu bandaríska forsetann hvort hann hefði varað rússneska starfsbróður sinn við að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Kosningakerfi allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna urðu líklega fyrir einhvers konar árásum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og kerfin eru enn illa varinn fyrir kosningarnar á næsta ári. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um afskipti Rússa af kosningunum fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að nefndin telji að afskipti Rússa af kosningunum hafi hafist þegar árið 2014 og staðið fram á 2017 segir hún engar vísbendingar um að hróflað hafi verið við atkvæðum eða að átt hafi verið við kosningavélar. Engu að síður telja bandarískir embættismenn að útsendarar rússneskra stjórvalda hafi að líkindum „skannað“ kerfi allra ríkja Bandaríkjanna. Þeir hafi meðal annars farið yfir vefsíður sem tengjast kosningum, upplýsingar um skilríki kjósenda, hugbúnað kosningakerfa og fyrirtæki sem þjónusta kosningakerfi, að sögn Washington Post. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð alríkisstjórnarinnar við ógninni hafi verið óviðunandi. Hún hafi ekki gert ríkjunum grein fyrir hættunni og alvarleika hennar. Hvetur hún heimavarnaráðuneytið til að bæta samhæfingu sína við ríkin. Áður hafði heimavarnaráðuneytið greint frá því að tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml hefðu reynt að hakka sig inn í kerfi 21 ríkis fyrir kosningarnar árið 2016.Fleiri ríki að þróa sömu aðferðir Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, varaði sérstaklega við hættunni á afskiptum Rússa af bandarískum kosningum þegar hann kom fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildarinnar á miðvikudag. Lýsti hann hættunni sem einni þeirri mestu gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna sem hann hefði séð á starfsferli sínum. Varaði hann við því að fleiri ríki reyndu nú að þróa getu til að leika eftir það sem Rússar gerðu. „Þetta var ekki einstök tilraun. Þeir eru að þessu sem við sitjum hér og þeir búast við því að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller við þingmenn um afskipti Rússa. Donald Trump forseti hefur gert lítið úr afskiptum Rússa af kosningunum og ítrekað tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Á G20-fundinum í Japan í júní virtist Trump gera grín að ásökunum um afskipti Rússa af kosningunum á fundi með Pútín.„Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump kíminn og benti á Pútín þegar bandarískir blaðamenn spurðu bandaríska forsetann hvort hann hefði varað rússneska starfsbróður sinn við að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34
Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49