Stallone segir nýja Rocky mynd í vinnslu Andri Eysteinsson skrifar 26. júlí 2019 14:02 Rocky Balboa í Rocky III Getty/Neil Leifer Vinna er hafin við níundu Rocky-myndina og viðræður eru hafnar um framleiðslu þáttaraðar sem greini frá uppruna Rocky í bandarísku borginni Fíladelfíu.Sylvester Stallone greinir frá þessu í viðtali við Variety og segir að myndin fjalli um samband hnefaleikameistarans gamla og ungs bardagakappa sem hefur stöðu ólöglegs innflytjanda í Bandaríkjunum. Framleiðandinn Irwin Winkler segir þá viðræður hafnar við Stallone um að hann skrifi handritið og leiki titilhlutverkið í myndinni. Þá segir Stallone að ef það verði af þáttaröðinni sé hún hugsuð inn á streymisveitur.Stallone sagði líka að Rocky sé hans arfleifð. „Hann er eins og bróðir minn. Í gegnum Rocky get ég sagt ýmislegt sem ég yrði gagnrýndur fyrir, kallaður kjánalegur og of tilfinningaríkur. En það sem Rocky segir skiptir í raun máli. Hann getur sagt hluti sem aðrar persónur mínar geta ekki sagt, sagði Stallone og bætti við að hann sæi nokkur líkindi milli Rocky og hans sjálfs. Bíó og sjónvarp Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Vinna er hafin við níundu Rocky-myndina og viðræður eru hafnar um framleiðslu þáttaraðar sem greini frá uppruna Rocky í bandarísku borginni Fíladelfíu.Sylvester Stallone greinir frá þessu í viðtali við Variety og segir að myndin fjalli um samband hnefaleikameistarans gamla og ungs bardagakappa sem hefur stöðu ólöglegs innflytjanda í Bandaríkjunum. Framleiðandinn Irwin Winkler segir þá viðræður hafnar við Stallone um að hann skrifi handritið og leiki titilhlutverkið í myndinni. Þá segir Stallone að ef það verði af þáttaröðinni sé hún hugsuð inn á streymisveitur.Stallone sagði líka að Rocky sé hans arfleifð. „Hann er eins og bróðir minn. Í gegnum Rocky get ég sagt ýmislegt sem ég yrði gagnrýndur fyrir, kallaður kjánalegur og of tilfinningaríkur. En það sem Rocky segir skiptir í raun máli. Hann getur sagt hluti sem aðrar persónur mínar geta ekki sagt, sagði Stallone og bætti við að hann sæi nokkur líkindi milli Rocky og hans sjálfs.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein