Þetta segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir, móðir, sem jarðaði 27 ára son sinn í síðustu viku. Albert Ísleifsson, Selfyssingur, leitaði á geðdeild og bað um innlögn og aðstoð en var vísað frá með lyfseðil fyrir pillum. Stuttu síðar lést hann vegna ofneyslu fíkniefna.
„Ég er búin að missa son minn sem ég var að endurheimta,“ segir Sigrún í einlægu viðtali. Albert hafði gengið í gegnum súrt og sætt um ævina. Hann byrjaði ungur að neyta fíkniefna en átti alltaf góð tímabil inn á milli. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni.
Sigrún ákvað að stíga fram í þeim tilgangi að hjálpa öðrum. Það væri anda sonar hennar sem hún segir hafa hjálpað vinum sínum.
„Ég hef fengið mörg skilaboð inn á síðuna mína bara undanfarna daga um mörg tilfelli þar sem hann hefur verið að hjálpa vinum.“
Viðtalið við Sigrúnu Ólöfu Sigurðardóttur má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.