Tvær skoruðu sitt fyrsta mark í öruggum sigri Þórs/KA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 17:23 Hulda Ósk skoraði tvö mörk. vísir/bára Eftir þrjá tapleiki í röð án þess að skora mark vann Þór/KA öruggan sigur á ÍBV, 5-1, fyrir norðan í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Líkt og í síðasta leik lék Þór/KA án mexíkósku landsliðskvennanna Söndru Mayor og Biöncu Sierra en það kom ekki að sök. Arna Sif Ásgrímsdóttir var einnig fjarri góðu gamni vegna meiðsla. ÍBV fékk gullið tækifæri til að komast yfir á 18. mínútu en fyrirliðinn Sigríður Lára Garðarsdóttir skaut yfir úr vítaspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik litu sex mörk dagsins ljós. Hulda Ósk Jónsdóttir kom heimakonum yfir á 46. mínútu eftir laglegan einleik. Sjö mínútum síðar skoraði Hulda annað og ekki síðra mark. Á 57. mínútu minnkaði Caroline Van Slambrouck muninn í 2-1 með skoti í slá og inn. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Agnes Birta Stefánsdóttir með skoti af löngu færi yfir Guðnýju Geirsdóttur sem átti erfitt uppdráttar í marki ÍBV í dag. Þetta var fyrsta mark Agnesar í efstu deild. Á 83. mínútu kom María Catharina Ólafsdóttir Gros Þór/KA í 4-1. Þetta var einnig hennar fyrsta mark í efstu deild en María er fædd árið 2003. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði svo fimmta og síðasta mark Þór/KA á 88. mínútu. Þór/KA er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig. ÍBV er í 6. sætinu með tólf stig. Liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Eftir þrjá tapleiki í röð án þess að skora mark vann Þór/KA öruggan sigur á ÍBV, 5-1, fyrir norðan í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Líkt og í síðasta leik lék Þór/KA án mexíkósku landsliðskvennanna Söndru Mayor og Biöncu Sierra en það kom ekki að sök. Arna Sif Ásgrímsdóttir var einnig fjarri góðu gamni vegna meiðsla. ÍBV fékk gullið tækifæri til að komast yfir á 18. mínútu en fyrirliðinn Sigríður Lára Garðarsdóttir skaut yfir úr vítaspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik litu sex mörk dagsins ljós. Hulda Ósk Jónsdóttir kom heimakonum yfir á 46. mínútu eftir laglegan einleik. Sjö mínútum síðar skoraði Hulda annað og ekki síðra mark. Á 57. mínútu minnkaði Caroline Van Slambrouck muninn í 2-1 með skoti í slá og inn. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Agnes Birta Stefánsdóttir með skoti af löngu færi yfir Guðnýju Geirsdóttur sem átti erfitt uppdráttar í marki ÍBV í dag. Þetta var fyrsta mark Agnesar í efstu deild. Á 83. mínútu kom María Catharina Ólafsdóttir Gros Þór/KA í 4-1. Þetta var einnig hennar fyrsta mark í efstu deild en María er fædd árið 2003. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði svo fimmta og síðasta mark Þór/KA á 88. mínútu. Þór/KA er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig. ÍBV er í 6. sætinu með tólf stig. Liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45