Ólafur: Enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. júlí 2019 20:33 FH-ingarnir hans Ólafs hafa tapað tveimur leikjum í röð. vísir/vilhelm „Svekkjandi tap. Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við vorum að skapa færi og svo framvegis. Það þarf oft ekki mikið. Þeir gerðu betur heldur en við í því sem skiptir máli. Við náðum ekki að verjast þessu marki þeirra og við nýttum ekki gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir tapið fyrir KA, 1-0, í dag. Annað tap FH á innan við viku en Ólafur telur að sitt lið hafi spilað mun betur í dag en gegn HK. „Það var himinn og haf á milli frammistöðunnar í dag og í leiknum gegn HK. Þá var frammistaðan ekki góð. Frammistaðan í dag var betri. Markmaðurinn okkar var óheppinn í markinu sem þeir skora. Það hefði líka getað gerst hinumegin en stundum fellur þetta ekki fyrir mann,“ segir Ólafur. FH í sjötta sæti deildarinnar og stefnir í að þeir verði fjórtán stigum frá toppliði KR að þessari umferð lokinni. FH-ingar geta því algjörlega útilokað alla möguleika á Íslandsmeistaratitli þetta sumarið. „Við þurfum að vinna í því að koma okkur út úr þessari stöðu. Þetta snýst um að halda fókus. Þá eigum við möguleika á að tengja saman sigra,“ segir Ólafur sem kveðst óhræddur við að takast á við framhaldið hjá FH. „Það er enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni. FH hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina. Félagið er ekki á þeim stað núna og það þarf menn sem eru tilbúnir að taka þátt í því að snúa því við. Einn eða tveir leikir breyta því ekki,“ sagði Ólafur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 1-0 FH │Þrumufleygur Hallgríms sökkti FH KA-menn lyftu sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri á lánlausum FH-ingum. 28. júlí 2019 20:15 Mörkin úr langþráðum sigrum KA og Grindavíkur KA vann FH og Grindavík lagði botnlið ÍBV að velli. 28. júlí 2019 19:05 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
„Svekkjandi tap. Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við vorum að skapa færi og svo framvegis. Það þarf oft ekki mikið. Þeir gerðu betur heldur en við í því sem skiptir máli. Við náðum ekki að verjast þessu marki þeirra og við nýttum ekki gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir tapið fyrir KA, 1-0, í dag. Annað tap FH á innan við viku en Ólafur telur að sitt lið hafi spilað mun betur í dag en gegn HK. „Það var himinn og haf á milli frammistöðunnar í dag og í leiknum gegn HK. Þá var frammistaðan ekki góð. Frammistaðan í dag var betri. Markmaðurinn okkar var óheppinn í markinu sem þeir skora. Það hefði líka getað gerst hinumegin en stundum fellur þetta ekki fyrir mann,“ segir Ólafur. FH í sjötta sæti deildarinnar og stefnir í að þeir verði fjórtán stigum frá toppliði KR að þessari umferð lokinni. FH-ingar geta því algjörlega útilokað alla möguleika á Íslandsmeistaratitli þetta sumarið. „Við þurfum að vinna í því að koma okkur út úr þessari stöðu. Þetta snýst um að halda fókus. Þá eigum við möguleika á að tengja saman sigra,“ segir Ólafur sem kveðst óhræddur við að takast á við framhaldið hjá FH. „Það er enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni. FH hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina. Félagið er ekki á þeim stað núna og það þarf menn sem eru tilbúnir að taka þátt í því að snúa því við. Einn eða tveir leikir breyta því ekki,“ sagði Ólafur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 1-0 FH │Þrumufleygur Hallgríms sökkti FH KA-menn lyftu sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri á lánlausum FH-ingum. 28. júlí 2019 20:15 Mörkin úr langþráðum sigrum KA og Grindavíkur KA vann FH og Grindavík lagði botnlið ÍBV að velli. 28. júlí 2019 19:05 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 1-0 FH │Þrumufleygur Hallgríms sökkti FH KA-menn lyftu sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri á lánlausum FH-ingum. 28. júlí 2019 20:15
Mörkin úr langþráðum sigrum KA og Grindavíkur KA vann FH og Grindavík lagði botnlið ÍBV að velli. 28. júlí 2019 19:05