„EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júlí 2019 18:30 Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. Alþingi kemur saman á ný í nokkra daga hinn 28. ágúst til að ljúka síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og á tillagan að ganga til atkvæðagreiðslu hinn 2. september næstkomandi. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari telur að Alþingi eigi að hafna tillögunni en hann skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Hann telur að líkur á samningsbrotamálum aukist verði gerðir þriðja orkuppakans innleiddar. Þá sé sú hætta fyrir hendi að höfðað verði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði sæstrengur ekki lagður. Eins og margsinnis hefur verið rakið fela gerðir þriðja orkupakkans ekki í sér neina skyldu um lagningu sæstrengs. Valdheimildir ACER, Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, verða hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gagnvart EFTA-ríkjunum. Þessar valdheimildir gagnvart Íslandi verða ekki virkar nema fyrir hendi sé tenging íslensks orkumarkaðar við evrópska raforkumarkaðinn með sæstreng. Arnar Þór Jónsson segir engan ágreining um þetta. Hann telji hins vegar málshöfðunaráhættu til staðar ef íslenska ríkið standi í vegi fyrir einkaaðilum, sem vilji leggja slíkan streng, í fyllingu tímans þegar það verður búið að innleiða gerðir þriðja orkupakkans. Ekki sé hægt að útiloka slíka málshöfðun og þá áhættu sem henni fylgir. „Þetta snýst ekki um það að ríkið leggi þennan streng. Og það er alveg rétt að það er engin kvöð á íslenska ríkinu að leggja þennan streng. Þetta snýr að því að ríkin þvælist ekki fyrir einkaaðilum sem vilja á einhverjum tímapunkti leggja streng til Íslands. Það er það sem málið snýst um. Ef menn vilja ræða um að íslenska ríkinu beri ekki að gera þetta og hitt þá eru þeir farnir út af þeim teinum,“ segir Arnar Þór.Vill fara aftur inn í sameiginlegu EES-nefndinaEn hvað væri þá rökrétt framhald af því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans? „Væri það ekki bara að fara með þetta aftur inn í sameiginlegu EES-nefndina og biðja um undanþáguna aftur? Við erum þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi og menn hafa skilning á því að þjóðir vilji verja sína hagsmuni út frá eignarrétti og lýðræði. Það eru hundrað dæmi um það að þjóðir hafi gert það í evrópsku samstarfi. Ég er á móti svona lögmálshyggju í þessu. EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga en ekki Íslendingar fyrir EES-samninginn.“ Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, vann álitsgerð fyrir utanríkisráðuneytið þar sem hann heldur því fram að höfnun þriðja orkupakkans gæti sett EES-samninginn í uppnám. Í álitsgerð Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, sem einnig var unnin fyrir utanríkisráðuneytið, segir að höfnun afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara og upptöku gerðar í EES-samninginn fæli í sér „algjört neyðarúrræði“ og að synjun íslenska ríkisins um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara „fæli í sér fordæmalausa stöðu sem hefði í för með sér mikla lagalega og pólitíska óvissu og setti framkvæmd EES-samningsins í uppnám.“ Arnar Þór er eðlilega ekki sammála þessu í ljósi þess sem áður er rakið. Hann segir að þriðji orkupakkinn afhjúpi í hnotskurn þann vanda sem fylgi EES-samningnum. Hann gagnrýnir þá lýðræðisbresti sem birtist í afgreiðslu mála hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Þar séu greidd atkvæði um risavaxna hagsmuni Íslendinga þegar teknar eru ákvarðanir um að taka gerðir upp í EES-samninginn. Vanda þurfi málsmeðferð þegar miklir hagsmunir séu undir. „Íslensk stjórnvöld verða að gera betri greinarmun á smámálum og stórmálum. Með smámálum á ég við neytendamál og slíkt en stórmál varða innviði samfélagsins. Þar þurfa íslensk stjórnvöld að setja mannafla í og athygli á að verja hagsmuni Íslendinga, punktur,“ segir Arnar Þór Jónsson. Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. Alþingi kemur saman á ný í nokkra daga hinn 28. ágúst til að ljúka síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og á tillagan að ganga til atkvæðagreiðslu hinn 2. september næstkomandi. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari telur að Alþingi eigi að hafna tillögunni en hann skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Hann telur að líkur á samningsbrotamálum aukist verði gerðir þriðja orkuppakans innleiddar. Þá sé sú hætta fyrir hendi að höfðað verði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði sæstrengur ekki lagður. Eins og margsinnis hefur verið rakið fela gerðir þriðja orkupakkans ekki í sér neina skyldu um lagningu sæstrengs. Valdheimildir ACER, Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, verða hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gagnvart EFTA-ríkjunum. Þessar valdheimildir gagnvart Íslandi verða ekki virkar nema fyrir hendi sé tenging íslensks orkumarkaðar við evrópska raforkumarkaðinn með sæstreng. Arnar Þór Jónsson segir engan ágreining um þetta. Hann telji hins vegar málshöfðunaráhættu til staðar ef íslenska ríkið standi í vegi fyrir einkaaðilum, sem vilji leggja slíkan streng, í fyllingu tímans þegar það verður búið að innleiða gerðir þriðja orkupakkans. Ekki sé hægt að útiloka slíka málshöfðun og þá áhættu sem henni fylgir. „Þetta snýst ekki um það að ríkið leggi þennan streng. Og það er alveg rétt að það er engin kvöð á íslenska ríkinu að leggja þennan streng. Þetta snýr að því að ríkin þvælist ekki fyrir einkaaðilum sem vilja á einhverjum tímapunkti leggja streng til Íslands. Það er það sem málið snýst um. Ef menn vilja ræða um að íslenska ríkinu beri ekki að gera þetta og hitt þá eru þeir farnir út af þeim teinum,“ segir Arnar Þór.Vill fara aftur inn í sameiginlegu EES-nefndinaEn hvað væri þá rökrétt framhald af því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans? „Væri það ekki bara að fara með þetta aftur inn í sameiginlegu EES-nefndina og biðja um undanþáguna aftur? Við erum þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi og menn hafa skilning á því að þjóðir vilji verja sína hagsmuni út frá eignarrétti og lýðræði. Það eru hundrað dæmi um það að þjóðir hafi gert það í evrópsku samstarfi. Ég er á móti svona lögmálshyggju í þessu. EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga en ekki Íslendingar fyrir EES-samninginn.“ Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, vann álitsgerð fyrir utanríkisráðuneytið þar sem hann heldur því fram að höfnun þriðja orkupakkans gæti sett EES-samninginn í uppnám. Í álitsgerð Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, sem einnig var unnin fyrir utanríkisráðuneytið, segir að höfnun afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara og upptöku gerðar í EES-samninginn fæli í sér „algjört neyðarúrræði“ og að synjun íslenska ríkisins um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara „fæli í sér fordæmalausa stöðu sem hefði í för með sér mikla lagalega og pólitíska óvissu og setti framkvæmd EES-samningsins í uppnám.“ Arnar Þór er eðlilega ekki sammála þessu í ljósi þess sem áður er rakið. Hann segir að þriðji orkupakkinn afhjúpi í hnotskurn þann vanda sem fylgi EES-samningnum. Hann gagnrýnir þá lýðræðisbresti sem birtist í afgreiðslu mála hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Þar séu greidd atkvæði um risavaxna hagsmuni Íslendinga þegar teknar eru ákvarðanir um að taka gerðir upp í EES-samninginn. Vanda þurfi málsmeðferð þegar miklir hagsmunir séu undir. „Íslensk stjórnvöld verða að gera betri greinarmun á smámálum og stórmálum. Með smámálum á ég við neytendamál og slíkt en stórmál varða innviði samfélagsins. Þar þurfa íslensk stjórnvöld að setja mannafla í og athygli á að verja hagsmuni Íslendinga, punktur,“ segir Arnar Þór Jónsson.
Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira