Hætta af glæfraakstri ökuþóra í Norðurfirði Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 10. júlí 2019 06:30 Elín Agla Briem. Fréttablaðið/Stefán Karlsson „Það varð slys þarna í maí þegar það var keyrt á hvolp hérna af bíl sem keyrði mjög hratt og hraðaksturinn var ástæða slyssins,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri í Norðurfirði. Hún lagði nýlega fyrir bréf til umræðu á hreppsnefndarfundi í Árneshreppi, þar sem hún gagnrýndi ökuhraða á hafnar- og verslunarsvæðinu í Norðurfirði. „Það er þarna þrjátíu kílómetra hámarkshraði en fólk er að keyra á 60-70 kílómetra hraða. Ég er með barn hérna og það er hér fullt af börnum yfir sumartímann, þetta er bara mikil slysahætta svo ég benti sveitarstjórninni á þetta,“ segir Elín Agla. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að vel hafi verið tekið í erindi Elínar Öglu og bætir við að hún hafi sjálf gengið beint í málið. „Ég sendi Vegagerðinni bréf strax í kjölfarið á bréfinu frá Elínu Öglu og við erum komin með svör og viðbrögð frá Vegagerðinni varðandi þetta. Því miður gengur þetta oft aðeins hægar en maður myndi vilja en svoleiðis er það, en þetta verður að laga,“ segir Eva. „Það eru allir sammála um þetta, það er öllum umhugað um öryggi og það að koma í veg fyrir svona slysahættu,“ segir Elín Agla, en ekki hefur ríkt mikil samstaða á milli Elínar og Evu í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á svæðinu. Svör Vegagerðarinnar verða kynnt á hreppsnefndarfundi í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengust jákvæð viðbrögð við erindinu og hyggst Vegagerðin senda fulltrúa á svæðið til þess að kanna aðstæður og bregðast við. „Þar til það gerist þurfum við sjálf að grípa til aðgerða. Ástandið á Djúpavík er svipað og hér, þar er líka keyrt allt of hratt. Í fyrra var talan þrjátíu máluð á götuna þar en það entist ekki lengi. Slíkt hið sama verður líklega gert hér,“ segir Eva. Aðspurð hvað líklegast væri til árangurs segir Eva að hraðahindranir bæði í Norðurfirði og á Djúpavík myndu hægja á umferð. „Það verður bara að laga þetta, við erum alveg heit fyrir því að þetta verði tekið í gegn. Það er ekki hægt að leika rúllettu með líf fólks hérna í kringum okkur.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
„Það varð slys þarna í maí þegar það var keyrt á hvolp hérna af bíl sem keyrði mjög hratt og hraðaksturinn var ástæða slyssins,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri í Norðurfirði. Hún lagði nýlega fyrir bréf til umræðu á hreppsnefndarfundi í Árneshreppi, þar sem hún gagnrýndi ökuhraða á hafnar- og verslunarsvæðinu í Norðurfirði. „Það er þarna þrjátíu kílómetra hámarkshraði en fólk er að keyra á 60-70 kílómetra hraða. Ég er með barn hérna og það er hér fullt af börnum yfir sumartímann, þetta er bara mikil slysahætta svo ég benti sveitarstjórninni á þetta,“ segir Elín Agla. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að vel hafi verið tekið í erindi Elínar Öglu og bætir við að hún hafi sjálf gengið beint í málið. „Ég sendi Vegagerðinni bréf strax í kjölfarið á bréfinu frá Elínu Öglu og við erum komin með svör og viðbrögð frá Vegagerðinni varðandi þetta. Því miður gengur þetta oft aðeins hægar en maður myndi vilja en svoleiðis er það, en þetta verður að laga,“ segir Eva. „Það eru allir sammála um þetta, það er öllum umhugað um öryggi og það að koma í veg fyrir svona slysahættu,“ segir Elín Agla, en ekki hefur ríkt mikil samstaða á milli Elínar og Evu í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á svæðinu. Svör Vegagerðarinnar verða kynnt á hreppsnefndarfundi í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengust jákvæð viðbrögð við erindinu og hyggst Vegagerðin senda fulltrúa á svæðið til þess að kanna aðstæður og bregðast við. „Þar til það gerist þurfum við sjálf að grípa til aðgerða. Ástandið á Djúpavík er svipað og hér, þar er líka keyrt allt of hratt. Í fyrra var talan þrjátíu máluð á götuna þar en það entist ekki lengi. Slíkt hið sama verður líklega gert hér,“ segir Eva. Aðspurð hvað líklegast væri til árangurs segir Eva að hraðahindranir bæði í Norðurfirði og á Djúpavík myndu hægja á umferð. „Það verður bara að laga þetta, við erum alveg heit fyrir því að þetta verði tekið í gegn. Það er ekki hægt að leika rúllettu með líf fólks hérna í kringum okkur.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent