Serena þurfti að hitta sálfræðing eftir reiðiskastið á Opna bandaríska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. júlí 2019 08:00 Serena Williams hefur átt betri daga en úrslitaleikinn á Opna bandaríska í september 2018 vísir/getty Serena Williams þurfti að leita sér sálfræðihjálpar eftir reiðiskast hennar í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis á síðasta ári. Naomi Osaka hafði betur gegn Williams í úrslitaleiknum, hennar lang stærsti sigur á ferlinum og varð hún fyrsta japanska konan til þess að vinna risamót. Eftir leikinn snerist hins vegar allt um Williams sem missti algjörlega stjórn á skapi sínu við dómara leiksins og kallaði hann meðal annars þjóf og sakaði hann seinna um kynbundið misrétti. Serena bað Osaka afsökunar á hegðun sinni og hefur hin japanska tekið hana í sátt, en Williams heldur því enn fram að dómarinn hefði ekki dæmt eins mikið gegn henni ef hún væri karlmaður. „Afhverju er það þannig að þegar konur verða ástríðufullar eru þær sagðar í tilfinningalegu uppnámi, brjálaðar eða órökrænar?“ spurði Serena í viðtali við Harper's Bazaar. „Það er svo algengt að þegar karlmenn mótmæla dómurum og standa fyrir sínu þá fái þeir bros til baka, jafnvel hlátur, frá dómaranum.“ „Ég er ekki að biðja um það að það verði aldrei dæmt á mig. Ég er bara að biðja um að það verði komið fram við mig eins og alla aðra.“ Williams, sem hefur unnið 23 risatitla á ferlinum, sagðist hafa þurft að leita sér aðstoðar sálfræðings því hún hafi ekki getað tekið upp tennisspaðann eftir þetta. „Loksins áttaði ég mig á því að eina leiðin fyrir mig til þess að halda áfram var að biðja manneskjuna afsökunar sem átti það mest skilið,“ sagði Williams. „Það láku tár niður andlitið þegar ég las svar Naomi: „Fólk getur misskilið reiði sem styrk því það getur ekki aðgreint þar á milli. Enginn hefur staðið upp fyrir sjálfum sér eins og þú hefur þurft að gera og þú þarft að halda því áfram“.“ Serena Williams er í eldlínunni á Wimbledon mótinu þessa dagana. Þar er hún komin í undanúrslit í einliðaleik og hún stelur senunni með Andy Murray í tvenndarleik, þau komust áfram í 16-liða úrslitin í gær. Bandaríkin Tennis Tengdar fréttir Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30 Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Serena Williams þurfti að leita sér sálfræðihjálpar eftir reiðiskast hennar í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis á síðasta ári. Naomi Osaka hafði betur gegn Williams í úrslitaleiknum, hennar lang stærsti sigur á ferlinum og varð hún fyrsta japanska konan til þess að vinna risamót. Eftir leikinn snerist hins vegar allt um Williams sem missti algjörlega stjórn á skapi sínu við dómara leiksins og kallaði hann meðal annars þjóf og sakaði hann seinna um kynbundið misrétti. Serena bað Osaka afsökunar á hegðun sinni og hefur hin japanska tekið hana í sátt, en Williams heldur því enn fram að dómarinn hefði ekki dæmt eins mikið gegn henni ef hún væri karlmaður. „Afhverju er það þannig að þegar konur verða ástríðufullar eru þær sagðar í tilfinningalegu uppnámi, brjálaðar eða órökrænar?“ spurði Serena í viðtali við Harper's Bazaar. „Það er svo algengt að þegar karlmenn mótmæla dómurum og standa fyrir sínu þá fái þeir bros til baka, jafnvel hlátur, frá dómaranum.“ „Ég er ekki að biðja um það að það verði aldrei dæmt á mig. Ég er bara að biðja um að það verði komið fram við mig eins og alla aðra.“ Williams, sem hefur unnið 23 risatitla á ferlinum, sagðist hafa þurft að leita sér aðstoðar sálfræðings því hún hafi ekki getað tekið upp tennisspaðann eftir þetta. „Loksins áttaði ég mig á því að eina leiðin fyrir mig til þess að halda áfram var að biðja manneskjuna afsökunar sem átti það mest skilið,“ sagði Williams. „Það láku tár niður andlitið þegar ég las svar Naomi: „Fólk getur misskilið reiði sem styrk því það getur ekki aðgreint þar á milli. Enginn hefur staðið upp fyrir sjálfum sér eins og þú hefur þurft að gera og þú þarft að halda því áfram“.“ Serena Williams er í eldlínunni á Wimbledon mótinu þessa dagana. Þar er hún komin í undanúrslit í einliðaleik og hún stelur senunni með Andy Murray í tvenndarleik, þau komust áfram í 16-liða úrslitin í gær.
Bandaríkin Tennis Tengdar fréttir Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30 Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30
Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30
Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30