Býður fimm milljóna króna verðlaunafé fyrir Lucci Benedikt Bóas skrifar 10. júlí 2019 10:30 Daniel Sturridge og Lucci. Mynd/Instagram/danielsturridge Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er tilbúinn að gera hvað sem er til að fá hundinn sinn, Lucci, aftur. Brotist var inn í sumarhús Sturridge í Los Angeles þar sem kappinn er í fríi og ýmsu stolið, þar á meðal hinum krúttlega Lucci sem er af Pomeranian-kyni.Soccer star Daniel Sturridge pleads for return of his beloved dog Lucci, who apparently was stolen from his home in the Hollywood Hills. https://t.co/AmT0aNdqTypic.twitter.com/KOkzEXvjFo — ABC News (@ABC) July 10, 2019Sturridge birti myndband af sjálfum sér í húsinu þar sem sést brotin glerhurð og er augljóst að framherjinn er í miklu uppnámi. „Ég borga hvað sem er fyrir að fá hann aftur. Hver gerir svona? Brýst inn í hús og stelur hundi. Mér er fúlasta alvara. Ég geri hvað sem er til að fá hundinn minn aftur,“ segir hann meðal annars. Lucci er að sjálfsögðu með sinn eigin Insta gram-reikning sem nokkur þúsund manns fylgja, enda einn krúttlegasti hundur í eigu knattspyrnumanns. Þar sjást þeir félagar á ferð og flugi um allan heim og einnig þar sem hann brosir í myndavélina. Sturridge birti svo annað myndband þar sem hann lofar 30 þúsund pundum, um fimm milljónum króna, í verðlaunafé fyrir hundinn. Hann segist í kjölfarið ætla að selja sumarhúsið sitt.Find Lucci! "Like I said before, I will pay anything. It's not about the money, I just want my dog." Daniel Sturridge makes emotional plea for missing dog: https://t.co/o0xjxi5BZZpic.twitter.com/xazAFAvsdt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2019Lögreglunni í Los Angeles barst tilkynningin um hálf tvö um nóttina en Sturridge og félagar hans höfðu farið út um kvöldið að skemmta sér. Þegar hann kom til baka var allt á tjá og tundri í sumarhúsinu hans, töskur horfnar af efri hæðinni og hundurinn sömuleiðis. Lögreglan segir að þrír menn séu grunaðir um innbrotið en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs í gær sjást mennirnir á vappi fyrir utan húsið hans Sturridge á sama tíma og innbrotið átti sér stað. Þjófarnir snertu ekki á úrasafni Sturridge sem er metið á yfir 300 þúsund pund.Daniel Sturridge er nú fyrrverandi leikmaður Liverpool.Getty/Andrew Powell Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er tilbúinn að gera hvað sem er til að fá hundinn sinn, Lucci, aftur. Brotist var inn í sumarhús Sturridge í Los Angeles þar sem kappinn er í fríi og ýmsu stolið, þar á meðal hinum krúttlega Lucci sem er af Pomeranian-kyni.Soccer star Daniel Sturridge pleads for return of his beloved dog Lucci, who apparently was stolen from his home in the Hollywood Hills. https://t.co/AmT0aNdqTypic.twitter.com/KOkzEXvjFo — ABC News (@ABC) July 10, 2019Sturridge birti myndband af sjálfum sér í húsinu þar sem sést brotin glerhurð og er augljóst að framherjinn er í miklu uppnámi. „Ég borga hvað sem er fyrir að fá hann aftur. Hver gerir svona? Brýst inn í hús og stelur hundi. Mér er fúlasta alvara. Ég geri hvað sem er til að fá hundinn minn aftur,“ segir hann meðal annars. Lucci er að sjálfsögðu með sinn eigin Insta gram-reikning sem nokkur þúsund manns fylgja, enda einn krúttlegasti hundur í eigu knattspyrnumanns. Þar sjást þeir félagar á ferð og flugi um allan heim og einnig þar sem hann brosir í myndavélina. Sturridge birti svo annað myndband þar sem hann lofar 30 þúsund pundum, um fimm milljónum króna, í verðlaunafé fyrir hundinn. Hann segist í kjölfarið ætla að selja sumarhúsið sitt.Find Lucci! "Like I said before, I will pay anything. It's not about the money, I just want my dog." Daniel Sturridge makes emotional plea for missing dog: https://t.co/o0xjxi5BZZpic.twitter.com/xazAFAvsdt — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 9, 2019Lögreglunni í Los Angeles barst tilkynningin um hálf tvö um nóttina en Sturridge og félagar hans höfðu farið út um kvöldið að skemmta sér. Þegar hann kom til baka var allt á tjá og tundri í sumarhúsinu hans, töskur horfnar af efri hæðinni og hundurinn sömuleiðis. Lögreglan segir að þrír menn séu grunaðir um innbrotið en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs í gær sjást mennirnir á vappi fyrir utan húsið hans Sturridge á sama tíma og innbrotið átti sér stað. Þjófarnir snertu ekki á úrasafni Sturridge sem er metið á yfir 300 þúsund pund.Daniel Sturridge er nú fyrrverandi leikmaður Liverpool.Getty/Andrew Powell
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira