Afgreiddi FH fyrir tveimur árum og er enn aðalmaðurinn hjá Maribor Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2019 14:00 Tavares í leik Maribor og Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2017. vísir/getty Í annað sinn á þremur árum mætir Maribor íslensku liði í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur tekur á móti Maribor í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Maribor í Slóveníu eftir viku. Árið 2017 mætti Maribor FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Slóvenska liðið vann báða leikina 1-0 og fór svo alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Brasilíumaðurinn Marco Tavares skoraði í báðum leikjunum gegn FH fyrir tveimur árum. Hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára. Tavares hefur leikið með Maribor síðan 2008 og verið fyrirliði liðsins síðan 2009. Hann er leikja- og markahæstur í sögu félagsins og markahæstur í sögu slóvensku úrvalsdeildarinnar. Tavares hefur átta sinnum orðið slóvenskur meistari með Maribor og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá hefur hann átt stóran þátt í þeim góða árangri sem liðið hefur náð í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Frá 2011 hefur Maribor tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og tvisvar sinnum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tavares hefur tvisvar sinnum verið valinn besti leikmaður slóvensku deildarinnar og þrisvar sinnum verið markakóngur hennar.Tavares í skallaeinvígi við Kristján Flóka Finnbogason í leik FH og Maribor fyrir tveimur árum.vísir/andri marinóMeðal annarra sterkra leikmanna hjá Maribor má nefna Luka Zahović, markakóng slóvensku deildarinnar undanfarin tvö ár. Zahović er sonur Zlatkos Zahović sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Maribor. Zlatko Zahović var frábær leikmaður á sínum tíma, átti sín bestu ár í portúgölsku deildinni og átti stærstan þátt í því Slóvenía komst á EM 2000 og HM 2002. Zahović eldri er markahæstur í sögu slóvenska landsliðsins með 35 mörk. Þrjú þeirra komu á EM 2000. Hann var hins vegar sendur heim af HM 2002 eftir að hafa móðgað landsliðsþjálfarann, Srečko Katanec. Leikur Vals og Maribor hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00 FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Í annað sinn á þremur árum mætir Maribor íslensku liði í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur tekur á móti Maribor í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Maribor í Slóveníu eftir viku. Árið 2017 mætti Maribor FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Slóvenska liðið vann báða leikina 1-0 og fór svo alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Brasilíumaðurinn Marco Tavares skoraði í báðum leikjunum gegn FH fyrir tveimur árum. Hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára. Tavares hefur leikið með Maribor síðan 2008 og verið fyrirliði liðsins síðan 2009. Hann er leikja- og markahæstur í sögu félagsins og markahæstur í sögu slóvensku úrvalsdeildarinnar. Tavares hefur átta sinnum orðið slóvenskur meistari með Maribor og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá hefur hann átt stóran þátt í þeim góða árangri sem liðið hefur náð í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Frá 2011 hefur Maribor tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og tvisvar sinnum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tavares hefur tvisvar sinnum verið valinn besti leikmaður slóvensku deildarinnar og þrisvar sinnum verið markakóngur hennar.Tavares í skallaeinvígi við Kristján Flóka Finnbogason í leik FH og Maribor fyrir tveimur árum.vísir/andri marinóMeðal annarra sterkra leikmanna hjá Maribor má nefna Luka Zahović, markakóng slóvensku deildarinnar undanfarin tvö ár. Zahović er sonur Zlatkos Zahović sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Maribor. Zlatko Zahović var frábær leikmaður á sínum tíma, átti sín bestu ár í portúgölsku deildinni og átti stærstan þátt í því Slóvenía komst á EM 2000 og HM 2002. Zahović eldri er markahæstur í sögu slóvenska landsliðsins með 35 mörk. Þrjú þeirra komu á EM 2000. Hann var hins vegar sendur heim af HM 2002 eftir að hafa móðgað landsliðsþjálfarann, Srečko Katanec. Leikur Vals og Maribor hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00 FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00
FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45