Katrín Tanja: Stundum er best að æfa ein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2019 11:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Íslenska CrossFit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum um næstu mánaðamót. Hún segir frá einu „leyndarmáli“ í heimildarmynd fyrir CrossFit-leikana. Eins og alltaf er mikil athygli á íslensku CrossFit-stelpunum og þær eru oft með myndavélar á sér í aðdraganda heimsleikanna. Svo er einnig nú en Comptrain hefur sett saman heimildarmynd um undirbúning Katrínar Tönju fyrir leikana í ár. Þetta verða sjöundu heimsleikar Katrínar Tönju á ferlinum en hún er hefur unnið tvisvar (2015 og 2016) og varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra. Katrín Tanja setti inn stutta stiklu úr heimildarmyndinni inn á Instagram síðu sína og þar er þess 26 ára CrossFit-stjarna að tala um muninn á að æfa í hóp eða að æfa einsömul. „Ég elska að æfa með öðru fólki. Stundum er samt best að æfa ein ef ég ætla að vera örugg um að ég hafi verið að gera mitt besta,“ segir Katrín Tanja en það smá sjá stikluna hér fyrir neðan. Katrín Tanja talar þar á ensku. View this post on InstagramDid you do YOUR best? - I LOVE training with people. But sometimes training alone is the best at making me question if it was MY best. - You can go faster than someone, but it wasn’t the best you could’ve done. You can be beat by someone, but it was your absolute best result. - It’s you vs you. BE YOUR BEST - @comptrain.co Games prep camp DOCUMENTARY COMING OUT NEXT WEEK! Ahhhhh! A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 11, 2019 at 5:54am PDT „Mér finnst rosalega gott að æfa ein því það þvingar mig til að vera alltaf að velta því fyrir mér hvort að ég hafi verið að gera mitt besta. Þá snýst þetta ekki um að vera á undan einhverjum öðrum heldur er þetta aðeins spurningin um hvort ég hafi gert mitt allra besta,“ segir Katrín Tanja. „Þú getur farið hraðar en einhver en var það samt þitt besta. Þú getur unnið einhvern en þurfti þitt besta til þess,“ spyr Katrín Tanja. Heimspekilega pælingar hjá okkar konu en eins og með allar CrossFit-stjörnur þá kostar það mikla vinnu að halda sér í hópi þeirra bestu í heimi. Heimsleikarnir í Madison fara fram 29. júlí til 4. ágúst næstkomandi og það er því farið að styttast í þá. CrossFit Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Íslenska CrossFit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum um næstu mánaðamót. Hún segir frá einu „leyndarmáli“ í heimildarmynd fyrir CrossFit-leikana. Eins og alltaf er mikil athygli á íslensku CrossFit-stelpunum og þær eru oft með myndavélar á sér í aðdraganda heimsleikanna. Svo er einnig nú en Comptrain hefur sett saman heimildarmynd um undirbúning Katrínar Tönju fyrir leikana í ár. Þetta verða sjöundu heimsleikar Katrínar Tönju á ferlinum en hún er hefur unnið tvisvar (2015 og 2016) og varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra. Katrín Tanja setti inn stutta stiklu úr heimildarmyndinni inn á Instagram síðu sína og þar er þess 26 ára CrossFit-stjarna að tala um muninn á að æfa í hóp eða að æfa einsömul. „Ég elska að æfa með öðru fólki. Stundum er samt best að æfa ein ef ég ætla að vera örugg um að ég hafi verið að gera mitt besta,“ segir Katrín Tanja en það smá sjá stikluna hér fyrir neðan. Katrín Tanja talar þar á ensku. View this post on InstagramDid you do YOUR best? - I LOVE training with people. But sometimes training alone is the best at making me question if it was MY best. - You can go faster than someone, but it wasn’t the best you could’ve done. You can be beat by someone, but it was your absolute best result. - It’s you vs you. BE YOUR BEST - @comptrain.co Games prep camp DOCUMENTARY COMING OUT NEXT WEEK! Ahhhhh! A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 11, 2019 at 5:54am PDT „Mér finnst rosalega gott að æfa ein því það þvingar mig til að vera alltaf að velta því fyrir mér hvort að ég hafi verið að gera mitt besta. Þá snýst þetta ekki um að vera á undan einhverjum öðrum heldur er þetta aðeins spurningin um hvort ég hafi gert mitt allra besta,“ segir Katrín Tanja. „Þú getur farið hraðar en einhver en var það samt þitt besta. Þú getur unnið einhvern en þurfti þitt besta til þess,“ spyr Katrín Tanja. Heimspekilega pælingar hjá okkar konu en eins og með allar CrossFit-stjörnur þá kostar það mikla vinnu að halda sér í hópi þeirra bestu í heimi. Heimsleikarnir í Madison fara fram 29. júlí til 4. ágúst næstkomandi og það er því farið að styttast í þá.
CrossFit Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira