Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 10:36 Sheeran naut aðstoðar margra af vinsælustu tónlistarmanna heims við gerð plötunnar. Getty/Mike Marsland Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. Sheeran er alls ekki eini listamaðurinn á plötunni því með honum er einvala lið vinsælustu tónlistarmanna heims. Til dæmis má þar nefna Camilu Cabello og Cardi B., sem koma fram með Sheeran í laginu South of the Border, í laginu Take Me Back To London er Stormzy fyrirferðamikill. Þá syngur Justin Bieber í laginu I Don‘t Care og rapparinn Travis Scott á sínar línur i laginu Anti Social. Rappgoðin Eminem og 50 Cent leiða þá hesta sína saman með hestum Ed Sheeran í laginu Remember the Name. Þá eru óupptaldir listamenn á boðr við Bruno Mars, Ella Mai, H.E.R. Skrillex, Khalid, Chance the Rapper og Meek Mill að öðrum ólöstuðum. Fyrri plötur Sheeran, +, x og ÷ hafa allar náð toppsæti breska vinsældalistans og spennandi að sjá hvort þessi fjórða plata söngvarans nái sömu hæðum.Hér að neðan má sjá lagalistann og hlusta á plötuna á Spotify. Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. Sheeran er alls ekki eini listamaðurinn á plötunni því með honum er einvala lið vinsælustu tónlistarmanna heims. Til dæmis má þar nefna Camilu Cabello og Cardi B., sem koma fram með Sheeran í laginu South of the Border, í laginu Take Me Back To London er Stormzy fyrirferðamikill. Þá syngur Justin Bieber í laginu I Don‘t Care og rapparinn Travis Scott á sínar línur i laginu Anti Social. Rappgoðin Eminem og 50 Cent leiða þá hesta sína saman með hestum Ed Sheeran í laginu Remember the Name. Þá eru óupptaldir listamenn á boðr við Bruno Mars, Ella Mai, H.E.R. Skrillex, Khalid, Chance the Rapper og Meek Mill að öðrum ólöstuðum. Fyrri plötur Sheeran, +, x og ÷ hafa allar náð toppsæti breska vinsældalistans og spennandi að sjá hvort þessi fjórða plata söngvarans nái sömu hæðum.Hér að neðan má sjá lagalistann og hlusta á plötuna á Spotify.
Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira