Innlent

Tveir handteknir eftir slagsmál í Hálsahverfi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögregla kallaði eftir aðstoð sérsveitar til að tryggja öryggi.
Lögregla kallaði eftir aðstoð sérsveitar til að tryggja öryggi. vísir/vilhelm
Tveir menn voru handteknir núna á fjórða tímanum í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í Hálsahverfi.

Þar hafði komið til slagsmála að sögn Valgarðs Valgarðssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt hafði verið um að einhver eða einhverjir með exi á sér eða eitthvað slíkt vopn og var sérsveitin því kölluð til að aðstoða við handtöku til að tryggja öryggi. Slíkt er venjubundið þegar grunur leikur á að fólk sé vopnað.

Valgarður segir að fleiri menn hafi verið á vettvangi en þeir tveir sem voru handteknir en ekki er vitað hversu margir voru á staðnum. Þá liggur heldur ekki fyrir hvort einhver hafi verið vopnaður.

Rannsókn málsins er á frumstigi að sögn Valgarðs en aðgerðum er lokið á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×