HB Grandi kaupir sölufélög í Asíu af ÚR Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2019 16:22 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það er orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða kaup HB Granda á öllu hlutafé í sölufélögum Útgerðarfélagsins í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi sem tengist framangreindum félögum. Öll hin keyptu félög eru í fullri eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur. Búið er að undirrita kaupsamninga en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórna HB Granda og Útgerðarfélagsins, sem og samþykkt hluthafafundar HB Granda. Fyrirhugað er að kaupverðið verði greitt með útgáfu 133.751.606 nýrra hluta í HB Granda til Útgerðarfélagsins. „Þetta samsvarar aukningu hlutafjár um 7,3% sem aftur myndi leiða til þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. myndi eftir viðskiptin eiga samtals 42,31% heildarhlutafjár í HB Granda hf. Unnin verður áreiðanleikakönnun á hinum keyptu félögum og skýrsla um kaupin samkvæmt lögum um viðskipti tengdra aðila og verður hún kynnt hluthöfum með fundarboði. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðsins,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að umrædd félög hafi staðið að sölu íslenskra sjávarútvegsafurða á Asíu markaði allt frá árinu 1989 og að þau hafi selt rúmlega 38 þúsund tonn af sjávarafurðum á síðasta ári. Velta félaganna hafi numið samtals 146 milljónum evra, hagnaður eftir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) 4,2 milljónum evra og bókfært eigið fé félaganna hafi verið 11,5 milljónir evra. Brim Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira
HB Grandi hf. og Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á sölufélögum þess síðarnefnda í Asíu. Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra, næstum 4,4 milljörðum króna, og er tilgangur kaupanna „að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu,“ eins og það er orðað í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að um sé að ræða kaup HB Granda á öllu hlutafé í sölufélögum Útgerðarfélagsins í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi sem tengist framangreindum félögum. Öll hin keyptu félög eru í fullri eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur. Búið er að undirrita kaupsamninga en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórna HB Granda og Útgerðarfélagsins, sem og samþykkt hluthafafundar HB Granda. Fyrirhugað er að kaupverðið verði greitt með útgáfu 133.751.606 nýrra hluta í HB Granda til Útgerðarfélagsins. „Þetta samsvarar aukningu hlutafjár um 7,3% sem aftur myndi leiða til þess að Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. myndi eftir viðskiptin eiga samtals 42,31% heildarhlutafjár í HB Granda hf. Unnin verður áreiðanleikakönnun á hinum keyptu félögum og skýrsla um kaupin samkvæmt lögum um viðskipti tengdra aðila og verður hún kynnt hluthöfum með fundarboði. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðsins,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að umrædd félög hafi staðið að sölu íslenskra sjávarútvegsafurða á Asíu markaði allt frá árinu 1989 og að þau hafi selt rúmlega 38 þúsund tonn af sjávarafurðum á síðasta ári. Velta félaganna hafi numið samtals 146 milljónum evra, hagnaður eftir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) 4,2 milljónum evra og bókfært eigið fé félaganna hafi verið 11,5 milljónir evra.
Brim Sjávarútvegur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira