Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð á sjötta tímanum í dag tæplega 12 kílómetra vestsuðvestur af Landmannalaugum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.
Upptök skjálftans eru í vestanverðri Torfajökulsöskju, en nokkrir minni eftirskjálftar hafa einnig mælst á svæðinu.
Síðast urðu skjálftar af þessari stærð á svæðinu í janúar 2019 og ágúst 2018.
Veðurstofunni hafa ekki borist tilkynningar um að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum, en þó er ekki útilokað að ferðafólk í grenndinni hafi orðið vart við hann.
