Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 20:51 Þeim sem verjast vilja sárasótt og öðrum smitsjúkdómum er bent á að nota smokk þegar stundaðar eru samfarir. Vísir/Getty Smitsjúkdómavarnir Evrópu, eða EDC, hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sárasóttartilfelli í Evrópu eru hlutfallslega flest hér á landi. Aldrei hafa verið fleiri tilfelli í Evrópu og er áhættusöm hegðun í kynlífi talin ein helsta ástæða þess. Á Íslandi eru sárasóttartilfelli 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þessi tölfræði setur Ísland á toppinn þegar kemur að sárasótt. En næst á eftir Íslandi koma Bretland og Malta. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að frá árinu 2010 hafi tilfellum hér á landi fjölgað um alls 876 prósent. Alls greindust 33 þúsund tilfelli í allri Evrópu árið 2017 en áratug fyrr, voru þau 19 þúsund. Þannig hefur tilfellum fjölgað um 14 þúsund á áratug. Í skýrslunni segir að áhættusöm hegðun í kynlífi fólks sé helsta ástæða þess að fjöldi tilfella hefur næstum tvöfaldast. Fólk hafi samfarir við fleiri einstaklinga og notist síður við smokka, sem er almennt talin eina getnaðarvörnin sem kemur einnig í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Aðrar ástæður sem taldar eru til í skýrslunni eru notkun fólks á stefnumótaforritum þar sem það leitar eftir skyndikynnum eða notkun ofskynjunarlyfja í kynlíf sem valda því að öll varkárni fýkur út í veður og vind, þannig að fólk gleymi að huga að vörnum gegn sjúkdómum. Sárasótt er smitsjúkdómur af völdum bakteríu sem nefnist Treponema pallidum og er talin til kynsjúkdóma. Helsta smitleið sárasóttar er í gegn um slímhúð kynfæra við samfarir en getur einnig smitast í gegn um aðra slímhúð. Sjúkdómurinn er talinn auðlæknaður en sé ekkert aðhafst getur hann „lagst í dvala“ sem varað getur í á annan tug ára. Þá getur sjúkdómurinn valdið tauga- og hjartasjúkdómum, og í verstu tilfellum dregið fólk til dauða.Skýrslu EDC má nálgast hér. Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Smitsjúkdómavarnir Evrópu, eða EDC, hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sárasóttartilfelli í Evrópu eru hlutfallslega flest hér á landi. Aldrei hafa verið fleiri tilfelli í Evrópu og er áhættusöm hegðun í kynlífi talin ein helsta ástæða þess. Á Íslandi eru sárasóttartilfelli 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þessi tölfræði setur Ísland á toppinn þegar kemur að sárasótt. En næst á eftir Íslandi koma Bretland og Malta. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að frá árinu 2010 hafi tilfellum hér á landi fjölgað um alls 876 prósent. Alls greindust 33 þúsund tilfelli í allri Evrópu árið 2017 en áratug fyrr, voru þau 19 þúsund. Þannig hefur tilfellum fjölgað um 14 þúsund á áratug. Í skýrslunni segir að áhættusöm hegðun í kynlífi fólks sé helsta ástæða þess að fjöldi tilfella hefur næstum tvöfaldast. Fólk hafi samfarir við fleiri einstaklinga og notist síður við smokka, sem er almennt talin eina getnaðarvörnin sem kemur einnig í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Aðrar ástæður sem taldar eru til í skýrslunni eru notkun fólks á stefnumótaforritum þar sem það leitar eftir skyndikynnum eða notkun ofskynjunarlyfja í kynlíf sem valda því að öll varkárni fýkur út í veður og vind, þannig að fólk gleymi að huga að vörnum gegn sjúkdómum. Sárasótt er smitsjúkdómur af völdum bakteríu sem nefnist Treponema pallidum og er talin til kynsjúkdóma. Helsta smitleið sárasóttar er í gegn um slímhúð kynfæra við samfarir en getur einnig smitast í gegn um aðra slímhúð. Sjúkdómurinn er talinn auðlæknaður en sé ekkert aðhafst getur hann „lagst í dvala“ sem varað getur í á annan tug ára. Þá getur sjúkdómurinn valdið tauga- og hjartasjúkdómum, og í verstu tilfellum dregið fólk til dauða.Skýrslu EDC má nálgast hér.
Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira