Vigdís sigri hrósandi eftir að dómsmálaráðuneytið óskaði eftir gögnum kjörnefndar Gígja Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2019 13:03 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. visir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir gögnum kjörnefndar sem vísaði frá kæru Vigdísar Hauksdóttur á framframkvæmd borgarstjórnarkosninganna. Vigdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni. „Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er beðinn að hlutast til um að ráðuneytinu verði send öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Ráðuneytið sendir kæruna ekki aftur til nefndarinnar og virðist ætla að taka hana sjálft til efnismeðferðar,“ skrifaði Vigdís. Áður hafði sýslumaður vísað kæru Vigdísar frá á þeim grundvelli að kæran hafi komið of seint en í júní felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hana að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Sú nefnd komst að sömu niðurstöðu og sýslumaður og var kærunni því aftur vísað frá. Í lok júní kærði Vigdís úrskurð kærunefndarinnar og 2. júlí barst henni bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ráðuneytið óski eftir að fá öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum í aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku. Vigdís kærði því framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að aðgerðir Reykjavíkurborgar hafi verið ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta fyrir kosningarnar.Kosningasvindl verði ekki liðið Vigdís segir í samtali við Vísi að erfitt sé að sjá fyrir hvað gerist næst. „Það er fordæmalaust á Íslandi að kosningakæra sé meðhöndluð með þessu hætti,“ segir hún. Það sé verið að brjóta blað í sögunni og því erfitt að segja hvað úr verður. „Vonandi sigrar réttlætið að lokum og kosningasvindl verður ekki liðið,“ segir Vigdís. Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Kjaradeila grunnskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir gögnum kjörnefndar sem vísaði frá kæru Vigdísar Hauksdóttur á framframkvæmd borgarstjórnarkosninganna. Vigdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni. „Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er beðinn að hlutast til um að ráðuneytinu verði send öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Ráðuneytið sendir kæruna ekki aftur til nefndarinnar og virðist ætla að taka hana sjálft til efnismeðferðar,“ skrifaði Vigdís. Áður hafði sýslumaður vísað kæru Vigdísar frá á þeim grundvelli að kæran hafi komið of seint en í júní felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hana að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Sú nefnd komst að sömu niðurstöðu og sýslumaður og var kærunni því aftur vísað frá. Í lok júní kærði Vigdís úrskurð kærunefndarinnar og 2. júlí barst henni bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að ráðuneytið óski eftir að fá öll gögn málsins og athugasemdir nefndarinnar við kæruna ef einhverjar eru. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum í aðgerðum Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku. Vigdís kærði því framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að aðgerðir Reykjavíkurborgar hafi verið ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta fyrir kosningarnar.Kosningasvindl verði ekki liðið Vigdís segir í samtali við Vísi að erfitt sé að sjá fyrir hvað gerist næst. „Það er fordæmalaust á Íslandi að kosningakæra sé meðhöndluð með þessu hætti,“ segir hún. Það sé verið að brjóta blað í sögunni og því erfitt að segja hvað úr verður. „Vonandi sigrar réttlætið að lokum og kosningasvindl verður ekki liðið,“ segir Vigdís.
Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01 Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Kjaradeila grunnskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vigdís segir nýjan kærufrest fyrir framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga hafa byrjað daginn sem úrskurður Persónuverndar um brot Reykjavíkur á persónuverndarlögum var birtur. 1. júlí 2019 19:01
Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55
Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39