Hlaupið kemur bara þegar það kemur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júlí 2019 18:54 Tvö ár eru síðan tvö lítil jökulhlaup komu undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. Fyrst í lok júlí og svo aftur í september. Vegnar jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli og hlaupsins í Múlakvísl í júlí það ár var litakóða vegna flugs yfir jökulinn breytt í gulan en lækkað aftur í grænan tveimur dögum síðar sem þýðir að eldstöðin sé virk en engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Litakóðanum hefur ekki verið breytt síðan þá.Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi skoðar aðstæður við Múlakvísl.Vísir/Jóhann K.Lítil merki að sjá um að hlaup sér yfirvofandi Múlakvísl lætur ekki mikið yfir sér þessa dagana þrátt fyrir að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafi tilkynnt um í byrjun júlí að hlaup gæti hafist hvað á hverju. Gerðar hafa verið ráðstafanir. Varnargarðar við brúna yfir Þjóðveg 1 hafa verið styrktir til að forða því að brúin fari komi til hlaups líkt og gerðist í hlaupinu 2011.Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur Veðurstofa Íslands komið fyrir fleiri mælitækjum á svæðinu sem munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups. Mælingar hafa sýnt að mikið jarðhitavatn sé í sigkötlum jökulsins og með betri mælitækjum er hægt að fylgjast með öllum breytingum á þeim í rauntíma. Þó lítið bendi til þess að hlaup muni eiga sér stað á allra næstu dögum eru íbúar, ferðaþjónustuaðilar og viðbragðsaðilar tilbúnir og meðvitaðir um yfirvofandi hættu. Fréttastofan fékk að slást í för með Lögreglunni á Suðurlandi sem fór um svæðið nærri ánni og mældi gildi bennisteinsdíóxíð í loftinu með mælum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra auk þess sem staðan var metin í Þakgili.Lögreglan er með reglulegt eftirlit inn í Þakgil og fylgist vel með framvindu mála og tekur mælingar við Múlakvísl.Vísir/Jóhann K.Rýma þarf vinsæla viðkomustaði ferðamanna Búist er við því að hlaupið í Múlakvísl verði það stærsta í átta ár en þó ekki stærra en hlaupið sem varð árið 2011 og hreif með sér brúna yfir Þjóðveg 1. Komi til hlaups þar að rýma ákveðin svæði, meðal annars í Þakgili, þar sem fjöldi manns getur verið hverju sinni. Samkvæmt upplýsingum frá skálaverði á svæðinu hefur nokkur brennisteinsfnykur verið á svæðinu að undanförnu.Hversu stóru og umfangsmikið er það svæði sem þarf að rýma komi til hlaups?„Það er helst inni í Þakgili sem er svona næst upptökunum. Svo erum við hérna með hjá Kötlujökli líka þar sem verið er að fara með ferðamenn inn í íshella. Það eru svona svæðin sem við erum að horfa á,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sigurður segir að ekki sé hægt að segja til um nákvæmlega hversu margir ferðamenn séu á svæðinu. „Það er náttúrulega gríðarlega mikill massi ferðamanna hérna á ferðinni dags daglega á svæðinu og við höfum okkar verkferla til þess að koma skilaboðum áleiðis ef að á þarf að halda. Við reynum nú bara að fylgjast vel með þessum mælum sem eru hjá veðurstofunni og svo erum við mikið á ferðinni, bæði hérna í kringum ána og upp í Þakgili reglulega,“ segir Sigurður.Ekki mikið á staðnum sem bendir til þess að hlaup sem vætnanlegt úr Mýrdalsjökli í Múlakvíls. Búist er við að hlaupið verði það stærsta í átta ár.Vísir/Jóhann K.Hlaupið kemur bara þegar það kemur Nú er orðið svolítið liðið frá því að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra tilkynnti um yfirvofandi hlaup. Er ykkur farið að lengja eftir því að þetta hlaup fari að koma? "Nei, nei. Þetta bara kemur þegar það kemur, náttúran ræður því," segir Sigurður. Þakgil er vinsæl viðkomustaður ferðamanna og er næst upptökum hlaups undan Mýrdalsjökli.Vísir/Jóhann K. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. 13. júlí 2019 18:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Tvö ár eru síðan tvö lítil jökulhlaup komu undan Mýrdalsjökli í Múlakvísl. Fyrst í lok júlí og svo aftur í september. Vegnar jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli og hlaupsins í Múlakvísl í júlí það ár var litakóða vegna flugs yfir jökulinn breytt í gulan en lækkað aftur í grænan tveimur dögum síðar sem þýðir að eldstöðin sé virk en engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Litakóðanum hefur ekki verið breytt síðan þá.Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi skoðar aðstæður við Múlakvísl.Vísir/Jóhann K.Lítil merki að sjá um að hlaup sér yfirvofandi Múlakvísl lætur ekki mikið yfir sér þessa dagana þrátt fyrir að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hafi tilkynnt um í byrjun júlí að hlaup gæti hafist hvað á hverju. Gerðar hafa verið ráðstafanir. Varnargarðar við brúna yfir Þjóðveg 1 hafa verið styrktir til að forða því að brúin fari komi til hlaups líkt og gerðist í hlaupinu 2011.Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur Veðurstofa Íslands komið fyrir fleiri mælitækjum á svæðinu sem munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups. Mælingar hafa sýnt að mikið jarðhitavatn sé í sigkötlum jökulsins og með betri mælitækjum er hægt að fylgjast með öllum breytingum á þeim í rauntíma. Þó lítið bendi til þess að hlaup muni eiga sér stað á allra næstu dögum eru íbúar, ferðaþjónustuaðilar og viðbragðsaðilar tilbúnir og meðvitaðir um yfirvofandi hættu. Fréttastofan fékk að slást í för með Lögreglunni á Suðurlandi sem fór um svæðið nærri ánni og mældi gildi bennisteinsdíóxíð í loftinu með mælum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra auk þess sem staðan var metin í Þakgili.Lögreglan er með reglulegt eftirlit inn í Þakgil og fylgist vel með framvindu mála og tekur mælingar við Múlakvísl.Vísir/Jóhann K.Rýma þarf vinsæla viðkomustaði ferðamanna Búist er við því að hlaupið í Múlakvísl verði það stærsta í átta ár en þó ekki stærra en hlaupið sem varð árið 2011 og hreif með sér brúna yfir Þjóðveg 1. Komi til hlaups þar að rýma ákveðin svæði, meðal annars í Þakgili, þar sem fjöldi manns getur verið hverju sinni. Samkvæmt upplýsingum frá skálaverði á svæðinu hefur nokkur brennisteinsfnykur verið á svæðinu að undanförnu.Hversu stóru og umfangsmikið er það svæði sem þarf að rýma komi til hlaups?„Það er helst inni í Þakgili sem er svona næst upptökunum. Svo erum við hérna með hjá Kötlujökli líka þar sem verið er að fara með ferðamenn inn í íshella. Það eru svona svæðin sem við erum að horfa á,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sigurður segir að ekki sé hægt að segja til um nákvæmlega hversu margir ferðamenn séu á svæðinu. „Það er náttúrulega gríðarlega mikill massi ferðamanna hérna á ferðinni dags daglega á svæðinu og við höfum okkar verkferla til þess að koma skilaboðum áleiðis ef að á þarf að halda. Við reynum nú bara að fylgjast vel með þessum mælum sem eru hjá veðurstofunni og svo erum við mikið á ferðinni, bæði hérna í kringum ána og upp í Þakgili reglulega,“ segir Sigurður.Ekki mikið á staðnum sem bendir til þess að hlaup sem vætnanlegt úr Mýrdalsjökli í Múlakvíls. Búist er við að hlaupið verði það stærsta í átta ár.Vísir/Jóhann K.Hlaupið kemur bara þegar það kemur Nú er orðið svolítið liðið frá því að almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra tilkynnti um yfirvofandi hlaup. Er ykkur farið að lengja eftir því að þetta hlaup fari að koma? "Nei, nei. Þetta bara kemur þegar það kemur, náttúran ræður því," segir Sigurður. Þakgil er vinsæl viðkomustaður ferðamanna og er næst upptökum hlaups undan Mýrdalsjökli.Vísir/Jóhann K.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Lögreglan Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00 Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07 Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. 13. júlí 2019 18:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur. 7. júlí 2019 12:00
Telja að hlaup verði í Múlakvísl á næstu vikum Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir. 3. júlí 2019 15:07
Mælar í Mýrdalsjökli veita meiri tíma til að bregðast við hlaupi Mælar sem komið hefur verið fyrir í Mýrdalsjökli munu bæta viðbragðstíma vegna væntanlegs hlaups í Múlakvísl um nokkrar klukkustundir að mati sérfræðings á Veðurstofunni. 13. júlí 2019 18:45