Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Ari Brynjólfsson skrifar 15. júlí 2019 07:30 Ólafur Haukur og Elín Arna settu Draumasetið á laggirnar árið 2013. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég er ekki viss um að þetta sé besta staðsetningin. Reyndar gæti þetta verið sú versta af öllum,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson, stofnandi Draumasetursins. Draumasetrið er áfangaheimili sem ætlað er fyrrverandi fíklum sem eiga engan annan samastað. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda, og munu smáhýsin rísa á Höfðabakka og á stað þar sem nú eru bílastæði fyrir utan Draumasetrið. Ólafur Haukur óttast að í smáhýsin flytji einstaklingar í virkri neyslu sem ættu ekki að umgangast þá sem eru í bata. „Ég veit alveg hvernig þetta er þegar einstaklingur í neyslu kemur inn til okkar, það titrar allt og skelfur. Þetta er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skref í edrúmennsku,“ segir Ólafur Haukur. „Fyrir utan að það er eitthvað að samfélagi sem ætlast til að fólk búi í gámum á bílastæði.“Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar.Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og samgönguráði, segir að ekki sé gefið að í smáhýsunum við Héðinsgötu verði einstaklingar í virkri neyslu, enda sé um fjölbreyttan hóp að ræða sem glímir við húsnæðisleysi af ýmsum ástæðum. „Þeim einstaklingum sem þurfa þjónustu verður fundið viðeigandi úrræði sem byggir á faglegu mati í hverju tilviki fyrir sig. En sú hugmyndafræði er ríkjandi almennt hjá Reykjavíkurborg að það sé til húsnæði fyrir fólk í virkri neyslu, í anda „Housing First“ stefnunnar“, segir Ragna. Mikilvægt sé að umræða um úrræði einkennist ekki af fordómum gagnvart þessum hópi. „Það á enginn að vera á götunni og það skiptir máli að þessir einstaklingar hafi öruggt skjól.“ Ragna bendir á að það séu dæmi þess að áfangaheimili séu rekin við hlið búsetuúrræða. „Það getur verið jákvætt fyrir þá sem eru að sækja þjónustu áfangaheimilisins að hafa húsnæði sem er nálægt því.“ Ólafur Haukur setti Draumasetrið á laggirnar ásamt eiginkonu sinni, Elínu Örnu Arnardóttur, vegna húsnæðisvanda fíkla í bata. Hann segir önnur dæmi ekki sambærileg. „Það er stór munur á þessu. Þar er fólk sem vinnur við að passa að það sé enginn samgangur á milli á nóttunni, hér eru engir næturverðir. Það verður að finna einhverja betri lausn.“ Telur hann einnig að það megi draga í efa árangur þeirra úrræða sem eru of nálægt Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri húsnæðismála velferðarsviðs, segir að gert sé ráð fyrir 25 smáhýsum víðs vegar um borgina. Nú séu komnar lóðir við Höfðabakka og Héðinsgötu og verið sé að skoða fleiri lóðir á öðrum stöðum. Tekið verði fullt tillit til umhverfisins þegar húsnæði er úthlutað. Leyfi er fyrir fimm smáhýsum á Héðinsgötu, Berglind gerir ráð fyrir þremur til fjórum smáhýsum. Ragna segir að starfsfólk velferðarsviðs verði með sérhæft eftirlit í kringum smáhýsi, svokallað VOR-teymi mun líta inn og bjóða þjónustu þar sem við á. „Það getur skipt sköpum ef fólk vill ná bata að hafa eigið heimili.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Ég er ekki viss um að þetta sé besta staðsetningin. Reyndar gæti þetta verið sú versta af öllum,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson, stofnandi Draumasetursins. Draumasetrið er áfangaheimili sem ætlað er fyrrverandi fíklum sem eiga engan annan samastað. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda, og munu smáhýsin rísa á Höfðabakka og á stað þar sem nú eru bílastæði fyrir utan Draumasetrið. Ólafur Haukur óttast að í smáhýsin flytji einstaklingar í virkri neyslu sem ættu ekki að umgangast þá sem eru í bata. „Ég veit alveg hvernig þetta er þegar einstaklingur í neyslu kemur inn til okkar, það titrar allt og skelfur. Þetta er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skref í edrúmennsku,“ segir Ólafur Haukur. „Fyrir utan að það er eitthvað að samfélagi sem ætlast til að fólk búi í gámum á bílastæði.“Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar.Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og samgönguráði, segir að ekki sé gefið að í smáhýsunum við Héðinsgötu verði einstaklingar í virkri neyslu, enda sé um fjölbreyttan hóp að ræða sem glímir við húsnæðisleysi af ýmsum ástæðum. „Þeim einstaklingum sem þurfa þjónustu verður fundið viðeigandi úrræði sem byggir á faglegu mati í hverju tilviki fyrir sig. En sú hugmyndafræði er ríkjandi almennt hjá Reykjavíkurborg að það sé til húsnæði fyrir fólk í virkri neyslu, í anda „Housing First“ stefnunnar“, segir Ragna. Mikilvægt sé að umræða um úrræði einkennist ekki af fordómum gagnvart þessum hópi. „Það á enginn að vera á götunni og það skiptir máli að þessir einstaklingar hafi öruggt skjól.“ Ragna bendir á að það séu dæmi þess að áfangaheimili séu rekin við hlið búsetuúrræða. „Það getur verið jákvætt fyrir þá sem eru að sækja þjónustu áfangaheimilisins að hafa húsnæði sem er nálægt því.“ Ólafur Haukur setti Draumasetrið á laggirnar ásamt eiginkonu sinni, Elínu Örnu Arnardóttur, vegna húsnæðisvanda fíkla í bata. Hann segir önnur dæmi ekki sambærileg. „Það er stór munur á þessu. Þar er fólk sem vinnur við að passa að það sé enginn samgangur á milli á nóttunni, hér eru engir næturverðir. Það verður að finna einhverja betri lausn.“ Telur hann einnig að það megi draga í efa árangur þeirra úrræða sem eru of nálægt Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri húsnæðismála velferðarsviðs, segir að gert sé ráð fyrir 25 smáhýsum víðs vegar um borgina. Nú séu komnar lóðir við Höfðabakka og Héðinsgötu og verið sé að skoða fleiri lóðir á öðrum stöðum. Tekið verði fullt tillit til umhverfisins þegar húsnæði er úthlutað. Leyfi er fyrir fimm smáhýsum á Héðinsgötu, Berglind gerir ráð fyrir þremur til fjórum smáhýsum. Ragna segir að starfsfólk velferðarsviðs verði með sérhæft eftirlit í kringum smáhýsi, svokallað VOR-teymi mun líta inn og bjóða þjónustu þar sem við á. „Það getur skipt sköpum ef fólk vill ná bata að hafa eigið heimili.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00