Pólverjar hætta við kröfu um framsal Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. júlí 2019 06:00 Rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi eigenda Euro-Market hófst árið 2017. Fréttablaðið/Eyþór Pólsk yfirvöld hafa fellt niður alþjóðlega handtökuskipun á hendur pólskum manni, búsettum hér á landi og dregið til baka kröfu um framsal mannsins frá Íslandi til Póllands. Pólsk yfirvöld óskuðu fyrst eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Héraðsdómur hafnaði kröfu um framsal í fyrra með vísan til framsalslaga sem heimila ekki framsal manns sem sætir gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Landsréttur staðfesti þann úrskurð.Maðurinn hafði þá verið í farbanni vegna rannsóknar íslenskra stjórnvalda sem felld var niður en maðurinn í staðinn úrskurðaður í farbann með vísan til framsalskröfunnar. Í kjölfarið var framsalið heimilað með dómsúrskurði. „Maðurinn hefur fengið það sem kallað er griðabréf frá pólskum yfirvöldum. Það þýðir að honum er óhætt að fara til Póllands og gefa skýrslu og eftir atvikum að koma svo aftur til Íslands,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins. Hann segir skjólstæðing sinn þurfa að leggja út tryggingagreiðslu með loforði um að hann mæti til skýrslugjafar í Póllandi. Steinbergur segir mál þetta orðið með algerum ólíkindum. „Það hófst með mikilli skrautsýningu á blaðamannafundi og er að engu orðið. Bara þessi framsalshluti málsins hlýtur að hlaupa á tugum milljóna í kostnaði og svo fella Pólverjar það bara niður.” Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn málsins og verður það nú sent ákærusviði. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meint brot sem voru til rannsóknar eru peningaþvætti, fjárdráttur og fíkniefnalagabrot. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Pólsk yfirvöld hafa fellt niður alþjóðlega handtökuskipun á hendur pólskum manni, búsettum hér á landi og dregið til baka kröfu um framsal mannsins frá Íslandi til Póllands. Pólsk yfirvöld óskuðu fyrst eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Héraðsdómur hafnaði kröfu um framsal í fyrra með vísan til framsalslaga sem heimila ekki framsal manns sem sætir gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Landsréttur staðfesti þann úrskurð.Maðurinn hafði þá verið í farbanni vegna rannsóknar íslenskra stjórnvalda sem felld var niður en maðurinn í staðinn úrskurðaður í farbann með vísan til framsalskröfunnar. Í kjölfarið var framsalið heimilað með dómsúrskurði. „Maðurinn hefur fengið það sem kallað er griðabréf frá pólskum yfirvöldum. Það þýðir að honum er óhætt að fara til Póllands og gefa skýrslu og eftir atvikum að koma svo aftur til Íslands,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins. Hann segir skjólstæðing sinn þurfa að leggja út tryggingagreiðslu með loforði um að hann mæti til skýrslugjafar í Póllandi. Steinbergur segir mál þetta orðið með algerum ólíkindum. „Það hófst með mikilli skrautsýningu á blaðamannafundi og er að engu orðið. Bara þessi framsalshluti málsins hlýtur að hlaupa á tugum milljóna í kostnaði og svo fella Pólverjar það bara niður.” Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn málsins og verður það nú sent ákærusviði. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meint brot sem voru til rannsóknar eru peningaþvætti, fjárdráttur og fíkniefnalagabrot.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00