Fundu jarðlög sem geyma upplýsingar allt að 8400 ár aftur í tímann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2019 11:55 Jarðlögin komu í ljós þegar grafinn var grunnur fyrir húsi í bænum. Vísir/Baldur Hægt er að nálgast upplýsingar um Kötlugos og fleiri eldgos allt að 8400 aftur í tímann í jarðlögum í Vík í Mýrdal. Jarðlögin fundust þegar grafið var fyrir húsi í bænum. Áhugamaður um jarðvísindi vonar að hægt verði að hafa þau áfram til sýnis í bænum. Vísindamenn voru kallaðir til Víkur í Mýrdal í vor eftir að merkileg jarðlög fundust þegar tekinn var grunnur að húsi. „Þar sem ég er nú mikill áhugamaður um Kötlu og Kötlusögur þá sendi ég Guðrúnu Larsen jarðfræðingi mynd af þessu og sagði henni frá þessu en ég þekki hana í gegnum þennan áhuga okkar. Og hún kom ásamt Bergrúnu Óladóttur jarðfræðingi um daginn og þær skoðuðu þetta og komust nú ekki yfir það allt saman en þær töldu að þessi jarðlög sýndu einhver 8400 ár aftur í tímann,“ segir Þórir Kjartansson, áhugamaður um jarðvísindi. Þórir segir að svörtu rákirnar efst í laginu séu greinilega eftir Kötlugos en þarna hafi fleira fundist. „En þær sögðu að það hafi komið þarna í ljós öskulög frá Torfajökulssvæðinu meira að segja og fleiri eldfjöllum hér í kring.“ Þórir vonar að eigandi lóðarinnar varðveiti jarðlögin með einhverjum hætti. „Kannski setur hann bara glervegg hérna svona svo að fólk geti séð þetta og hefur þetta til sýnis.“ Hann segir að þetta sé í annað skipti á stuttum tíma sem merkileg jarðlög finnast þegar tekinn er grunnur af húsi. „Það var tekinn grunnur hérna vestur í þorpinu í hitteðfyrra og þá náði ég sýni úr þessu lagi áður en það var fyllt í grunninn og sendi einmitt Guðrúnu Larsen og hún rannsakaði þetta lag og hún taldi að þetta væri úr Kötluhlaupinu 1721 en það eru einmitt sagnir um að það hafi komið af miklum krafti hérna út í Reynisfjall,“ segir Þórir. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Vísindi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Hægt er að nálgast upplýsingar um Kötlugos og fleiri eldgos allt að 8400 aftur í tímann í jarðlögum í Vík í Mýrdal. Jarðlögin fundust þegar grafið var fyrir húsi í bænum. Áhugamaður um jarðvísindi vonar að hægt verði að hafa þau áfram til sýnis í bænum. Vísindamenn voru kallaðir til Víkur í Mýrdal í vor eftir að merkileg jarðlög fundust þegar tekinn var grunnur að húsi. „Þar sem ég er nú mikill áhugamaður um Kötlu og Kötlusögur þá sendi ég Guðrúnu Larsen jarðfræðingi mynd af þessu og sagði henni frá þessu en ég þekki hana í gegnum þennan áhuga okkar. Og hún kom ásamt Bergrúnu Óladóttur jarðfræðingi um daginn og þær skoðuðu þetta og komust nú ekki yfir það allt saman en þær töldu að þessi jarðlög sýndu einhver 8400 ár aftur í tímann,“ segir Þórir Kjartansson, áhugamaður um jarðvísindi. Þórir segir að svörtu rákirnar efst í laginu séu greinilega eftir Kötlugos en þarna hafi fleira fundist. „En þær sögðu að það hafi komið þarna í ljós öskulög frá Torfajökulssvæðinu meira að segja og fleiri eldfjöllum hér í kring.“ Þórir vonar að eigandi lóðarinnar varðveiti jarðlögin með einhverjum hætti. „Kannski setur hann bara glervegg hérna svona svo að fólk geti séð þetta og hefur þetta til sýnis.“ Hann segir að þetta sé í annað skipti á stuttum tíma sem merkileg jarðlög finnast þegar tekinn er grunnur af húsi. „Það var tekinn grunnur hérna vestur í þorpinu í hitteðfyrra og þá náði ég sýni úr þessu lagi áður en það var fyllt í grunninn og sendi einmitt Guðrúnu Larsen og hún rannsakaði þetta lag og hún taldi að þetta væri úr Kötluhlaupinu 1721 en það eru einmitt sagnir um að það hafi komið af miklum krafti hérna út í Reynisfjall,“ segir Þórir.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Vísindi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira