Bjarkey segir að koma þurfi í veg fyrir stórtæk eignakaup Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2019 22:26 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Bjarkey vakti athygli á mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir á síðasta þingári en hún segir mikla þörf á að veita kaupendum aðhald þegar kemur að kaupum á jörðum í stórum stíl. „Í fyrra skilaði starfshópur, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði myndað, niðurstöðum í ítarlegri og góðri skýrslu og sú skýrsla var með ansi margar góðar tillögur sem að kannski ganga mest út á það að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum og þar var meðal annars líka sagt að það kæmi til greina að festa ábúðarlögin, sem sagt ábúðarskyldu eða skilyrði um að það land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði sé nýtt.“ Þetta sagði Bjarkey í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Bjarkey segir mál hennar um efnið sem hún lagði fram í fyrrahaust, sem ekki fékk afgreiðslu í nefnd, hafa vantað það að lögin giltu líka yfir innlenda aðila. „Það má auðvitað ekki gleyma því að, sérstaklega á norðaustur horninu og á Vestfjörðum eru eignir komnar í eigu erlendra aðila en það er nú ekki svo langt síðan að Lífsval keypti á fjórða tug jarða, ætli það séu ekki 10-15 ár, eitthvað svoleiðis?“ Í dag greindi RÚV frá því að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf. hafi nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Eigandi félagsins, Jim Ratcliff, er breskur auðkýfingur og á hann fjölda eigna í Þistilfirði og Vopnafirði. Eftir þessi nýjustu kaup eiga félög í eigu Ratcliffes meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá en hún er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Í kjölfar þess að skýrsla starfshópsins, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á, var birt var settur af stað þverfaglegur hópur innan Stjórnarráðsins hvers markmið var að leita leiða til að halda búsetu á jörðum þrátt fyrir að ekki sé hægt að nýta þær til landbúnaðar. „Leitað er leiða til að sporna við íbúafækkun og öðru slíku og að koma í veg fyrir að einhver einn aðili geti eignast svona óheyrilega mikið af jörðum,“ segir Bjarkey. Reykjavík síðdegis Svalbarðshreppur Vopnafjörður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Það skiptir í raun engu máli hvort aðilinn er erlendur eða innlendur í sjálfu sér heldur fyrst og fremst að það sé ekki bara keypt í kippum hérna,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Bjarkey vakti athygli á mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir á síðasta þingári en hún segir mikla þörf á að veita kaupendum aðhald þegar kemur að kaupum á jörðum í stórum stíl. „Í fyrra skilaði starfshópur, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði myndað, niðurstöðum í ítarlegri og góðri skýrslu og sú skýrsla var með ansi margar góðar tillögur sem að kannski ganga mest út á það að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum og þar var meðal annars líka sagt að það kæmi til greina að festa ábúðarlögin, sem sagt ábúðarskyldu eða skilyrði um að það land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði sé nýtt.“ Þetta sagði Bjarkey í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Bjarkey segir mál hennar um efnið sem hún lagði fram í fyrrahaust, sem ekki fékk afgreiðslu í nefnd, hafa vantað það að lögin giltu líka yfir innlenda aðila. „Það má auðvitað ekki gleyma því að, sérstaklega á norðaustur horninu og á Vestfjörðum eru eignir komnar í eigu erlendra aðila en það er nú ekki svo langt síðan að Lífsval keypti á fjórða tug jarða, ætli það séu ekki 10-15 ár, eitthvað svoleiðis?“ Í dag greindi RÚV frá því að fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf. hafi nýverið fest kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Eigandi félagsins, Jim Ratcliff, er breskur auðkýfingur og á hann fjölda eigna í Þistilfirði og Vopnafirði. Eftir þessi nýjustu kaup eiga félög í eigu Ratcliffes meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá en hún er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði. Í kjölfar þess að skýrsla starfshópsins, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á, var birt var settur af stað þverfaglegur hópur innan Stjórnarráðsins hvers markmið var að leita leiða til að halda búsetu á jörðum þrátt fyrir að ekki sé hægt að nýta þær til landbúnaðar. „Leitað er leiða til að sporna við íbúafækkun og öðru slíku og að koma í veg fyrir að einhver einn aðili geti eignast svona óheyrilega mikið af jörðum,“ segir Bjarkey.
Reykjavík síðdegis Svalbarðshreppur Vopnafjörður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent